Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 162
160
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
Hann skilur, að það er honum fjárhagslegur gróði — og finn-
ur, að það eykur honum ánægju og nautn. Til eru þeir, sem
keppa einhuga að þvi marki, að framleiðsla þeirra, hver sem
hún er, l’ullnægi ströngustu kröfum um fallegt útlit og fyllstu
gæði — án alls tillits til þess, hvað fyrir vöruna fæst í krón-
um og aurum. Þessir menn eru öðruin fremri að siðferði-
legum þroska. Og þeirra laun eru þeim mun t'yllri en ann-
arra, sern andleg nauln er veraldargæðum varanlegri. —
Það voru samvinnufélög bænda, er fyrst hófust handa um
vöndun á megin-söluvörum þeirra, kjöti og u 11. — Um ullina
verður eigi rætt hér. Og væri þess þó að vísu fyllsta þörf,
að taka til rækilegrar athugunar, hvorl eigi bæri að gera veru-
legar breytingar á verkun ullar og allri meðferð. Hins vegar
mun í línum þeim, er hér fara á ei'tir, nokkuð verða rætt uin
framleiðslu dilkakjöts, — þeirrar vöru, er æ mun verða
stærstur þáttur og þýðingarmestur i framleiðslu alls þorra ís-
lenzkra bænda. Verður reynt að leiða að því gild rök, að þá
sé rétt stefnt — og þá fyrst, þegar saman fer í sauðfjárrækt-
inni ýtrasta viðleitni hvers einasta bónda til þess að þjóna
bæði efni og anda.
II.
I>að er allrar athygli vert, að í Þingeyjarsýslu, þarsemeinna
fyrst mun hafa verið hafizt handa uin kynbætur sauðfjár á
landi hér og stefnt að ákveðnu marki — holdsöfnun —, þar
verður líka vart hinnar fyrstu tilraunar, sem kunnugt er um,
að gerð hafi verið lil eins konar gæðamats á kjöti. Þetta var
á dögum sauðasölunnar til Bretlands. Það er að vísu ekki
alls kostar rétt að tala um mat og sölu á kjöti í þessu sam-
bandi, þvi að féð var flutt út á fæti (sauðir og geldar ær —
svo og veturgamalt fé, einkum hin síðari árin). Og þó má
það til sanns vegar færast, því að vitaslculd var það kjötið,
sem mestu máli skipti, þá eins og nú.
Það var árið 1884, að fulltrúal’undur í Kaupfélagi Þing-
eyinga setti „reglur um vigtun sauða, því nú átti verðskipt-
ingiri til eigenda að byggjast á þyngd sauðanna. Voru þeir
verðlagðir í 5 flokkum eftir þyngd, og allmikill stigmunur
gerður á verði flokkanna.“1) Svo má að vísu virðast, sem hér
hafi í sjálfu sér eigi verið um neitt gæðamat á kjöti að ræða,
1) Saga K. Þ., bls. 62.