Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 31
BÚFRÆÐINGURINN
29
Þótt það séu fáar efnagreiningar, sem yfirlit þetta tekur
til, bendir það ótvirætt til þess, að yfirleitt sé lítill munur
á efnahlutföllum milli basalts og móbergs. Að vísu er mó-
bergið tekið með i basalttölunum, en munurinn er svo lítill,
að það raskar ekki verulega samanburðinum. Það einkennir
þessar bergtegundir frá meginþorra annara gosbergstegunda,
live ríkar þær eru af kalki og járni, en aftur hlutfallslega
fátækar af ldsilsýru. Aflur á móti er greinilegur munur millí
basalts og líparits og þá sérstaklega eftirtektarvert, live lip-
aritið er auðugt af kalí og kísilsýru, sem stendur, eins og áður
er bent á, í sambandi við mismunandi steintegundasam-
setningu þeirra. Hins vegar er líparítið mjög snautt af fos-
l'órsýru og inniheldur jafnan litið af kalki.
II. KAFLI
Jarðvegsmyndun og öflin, sem að henni vinna.
Hér að framan hefur að nokkru verið getið þróunarsögu
hins fasta bergs, hversu það á i vök að verjast fyrir ágengni
ýmis konar ytri náttúruafla, og að í þeim átökum hafi mol-
azt niður heil liálendi, en þykk jarðlög myndazt úr efni
þeirra á öðrum stöðum.
Enn eru þessi sömu öfl áð verki, að jafnaði hægfara en
markvisst. Síðasli árangurinn af iðju þeirra er myndun jarð-
vegsins. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði er þvi jarðvegsmynd-
un nútímans enn einn áfangi náttúruaflanna til þess að
mynda ný jarðlög, er með nægum tíma og efnislegri um-
skipan gæti átt fyrir sér að breytast í hörð berglög, á sama
hátt og farið hefur um jarðveg undangenginna jarðalda.
Annað sjónarmið tekur þó ineira til líðandi stundar. Jarð-
vegurinn og öfl þau, sem að honum vinna, eru jafnframt
meðal helztu frumskilyrða lífsins á jörðinni. Molnun og upp-
lausn þeirra efna, sem í berginu búa, ber því einnig að skoða
sem eins konar matreiðslu á hið mikla borð náttúrunnar, en
þaðan tekur svo allt líf sinn nauðsynlega skerf, beint eða
óbeint, hvert eftir sínu hæfi, og er þá maðurinn sízt undan-
skilinn. En því er þó svo farið, að náttúran er misjafnlega
örlát matmóðir. Það er margt, sem verður til truflunar. Mað-
urinn einn er gæddur þeim þroska, að hann er ekki dæmdur