Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 167
BÚFRÆÐINGU RINN
165
standa til og nauðsyn krefur. Eins og nú liorfir um fólks-
hald, geta fæstir bændur haft stærra fjárbii en það, að af-
koma þeirra er undir því komin að eigi litlu leyti, að hver
einasta ær skili sem allra mestum arði. Enn er næsta áfátt
í því efni. Enn eiga flestir langt í þann áfangastað, er fjærst
liggur og hæst — og þó er hægt að ná. Bændum hefur skilizt
þetta —; og þó eigi öllum enn. En til þess hlýtur að draga,
að hér verði hertur róðurinn. Ræktun landsins er lífsnauð-
syn. En þá fyrst kemur hún að fullum notum, er ræktun
búfjár fylgir í sporin. Er hér með orðinu „ræktun“ átt við
það, að laðaðir séu fram og nýttir til lilítar allir beztu kostir,
þeir er með búfénu kunna að búa. —
Ég þekki bændur, sem fá nálega öll sin lömb í fyrsta mats-
flokk i sláturtíð. Og ég þekki aðra í næsta nágrenni, sem
verða að búa við þá raun, að fá meiri hluta lambanna í lægri
matsflokka. I>eir fara á mis við margar krónur fyrir þessa
sök. Og ekki nóg með það. Þeir fara lika á mis við þá iniklu
og varanlegu ánægju, sem það hlýtur að veita hverjum manni,
að eiga og hafa æ fyrir augum fallegar skepnur — og fyrsta
flokks vöru. Og ef til vill mun sú ánægja, um það er lýkur,
eigi reynast sveitamanninum siður drjúg til sátta við amstur
hans og örðugleika en gildur sjóður.
Ánægja verður eigi mséld né metin til fjár. Hilt er á hvers
inanns færi að reikna, hverju munar á þvi i krónum og aur-
um að hafa góð lömb eða léleg til að leggja að velli. Hér
skal bent á nærtækt dæmi:
Haustið 1941 var lógað 18110 dilkum hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga. Þeir flokkuðust þannig:
Flokkur Taln %
I. 11443 63.18
II. 4507 24.89
III. 1916 10.58
IV. 244 1.35
Þegar þetta er ritað, liggur eigi fyrir lokaverð á innlögðu
kjöti haustið 1941. En haustið 1940 var endanlegt verð á
hverjum matsflokki dilkakjöts sem hér segir:
I. flolUtur kr. 2.12 pr. kg
II. — — 2.00 —
III. — — 1.55 —
IV. — — 1.25 —