Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 68
66
BÚFRÆÐINGURINN
moníak- og nitratsamböndum
jarðvegsins, aS Azotobakteri-
urnar sjái sér þann kost vænst-
an að nota eingöngu N-for3a
loftsins til sinna starfa, en viS
það aukast afköst þeirra til þess
að binda nýtt N-efni.
Iíve miklu N-efni Azoto-
bakteriurnar safna, verSur tæp-
lega mælt nákvæmlega, nema
við ræktun þeirra i tilrauna-
stofum. í venjulegum jarðvegi
koma svo mörg truflandi at-
riði til greina. Svo hefur þó
verið áætlað, að köfnunarefnið
mundi við hentuga aðstöSu
nema frá 15—40 kg pr. úr af lia, en á óhentugum jarSvegi má
gera ráð fyrir, að það sé mikhi minna og ekkert í súrum jarðvegi.
Hér á landi hefur Azotobakteríugróður ekkert verið rannsak-
aður, en eins og siðar mun sýnt verða, ættu að vera hér stór
svæði, þar sem jarðsúrinn stendur honum ekki fyrir jirifum. Sir
A. D. Hall, fyrrverandi forstjóri tilraunastöðvarinnar i Rotham-
sted leggur mikla áherzlu á þýðingu Azotobaktería fyrir gras-
lendi. Hann telur, að hin frjósama svartjörð, sem myndazt hefur
um margra alda skeið á grassléttum Norður-Ameriku, Argentínu
og á Rússlandi, eigi N-efnaforða sinn mikið að þakka starfi Azoto-
baktería, og hann bendir á eina af hinum merkilegu tilraunum á
Rotliamsted, sem látnar eru standa i tugi ára, án þess að breyta um
meðferð. í 24 ár hafa staðið þar tilraunareitir hlið við hlið, er
hvorugur hefur á þessu timabili fengið N-efnisáburð. Annar hefur
alltaf borið hveiti og verið flutt burtu að meðaltali um 21 kg N-
efnis árlega pr. ha. Hinn hefur vaxið villtu grasi og aldrei verið
hreyfður né sleginn. Þegar borinn var saman N-efnaforði jarðvegs-
ins í byrjun tilraunanna og í lok þeirra, þá kom í Ijós, að á hveiti
reitnum hafði orðið nokkur lialli, en á grasreitnum hafði jarðveg-
urinn bætt við sig að meðaltali um 100 kg N-efnis árlega pr. ha.
Þegar alls sé gætt, telur Sir Hall, að hveitireitnum hafi að vísu,
J)átt fyrir hallann, bætzt nokkur N-efni, er gera megi ráð fyrir að
bakteríur liafi framleitt, en N-efnasöfnun grasreitsins sé svo mikil,
að hún verði ekki skýrð á annan hátt en þann, að Azotobaktcríur
liafi notað kolvetnissambönd grasleifanna i stórum stil sein orku-
gjafa, til J)ess að framleiða N-efni úr loftinu, er svo Iiafi smátt og
smátt bundizt í jarðveginum.
Þessarar skoðunar hins reynda og lærða jarðræktarmanns er hér
10. mgnd. Azotobacter cliroococc-
um 1000 föld stækkun.