Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 163
BU FRÆÐINGURINN
161
það er nokkurs væri nýtt. Hins vegar leiddi þessi ráðstöfun
til bættrar meðferðar fjárins og umhyggjusamlegra úrvals.
En betri fóðrun og úrvál, sem byggðist á þrifum og holda-
fari — og um annars konar úrval hefur vart verið hér að
ræða —, hlaut og að orka lil hins betra á sköpulag og kjöt-
gæði. Um þetta segir svo í Sögu Kaupfélags Þingeyinga eftir
Jón Gauta Pétursson, er út var gefin á þessu ári, hinu
gagnmerkasta riti:
„í fljótu bragði virðisl að Iv. Þ. muni eigi hafa haft að-
stöðu til vöruvöndunar í þessari grein. Þó mun það mála
sannast, að á enga framleiðsluvöru, er félagið liefur haft með
liöndum, hafi athafnir þess og fyrirmæli hat't eins almenn,
og nærri að segja gagngerð áhrif, eins og um útflutningsféð,
því það er tvímælalaust, að af þeim leiddi stefnuhvörf, bæði
í meðferð sauðfjár og kýnbótum á félagssvæðinu. Þessar að-
gerðir lágu í þeirri einföldu, og eftir atvikum sjálfsögðu að-
ferð, að vega féð, sem i'it var flutt, og verðleggja það síðan
hlutfallslega hækkandi eftir vænleikanum." (Bls. 136). Og
enn segir (á bls. 138): „Verða ekki til fjár metin þau áhrif,
sem vigtun útflutningsfjárins hafði á meðferð fjár og fjár-
rækt á félagssvæðinu. Þó hún væri að sönnu einhæf, og að
ýmsu leyti gölluð matsaðferð á kosti fjár og kyngæði, ]>á
leiddi það ekki til neinna öfga um sinn, enda stefndi við-
leitni manna til að auka vænleika útflutningsfjárins ininna
að hreinum kynbótatilraunum en hinu, að bæta meðferð fjár
í öllu tilliti, en í því efni hafði löngum verið ábótavant hjá
öllum þorra bænda.“
Víðar en í Þingeyjarsýslu voru sauðir vegnir, a. m. k. hin
síðari árin, er útflutningur þeirra átti sér stað. En eigi er mér
kunnugt, að annars staðar hafi gilt svipuð ákvæði um verð-
lagningu, eftir mismunandi vænleika. Enda varð og raunin
sú, að þingeyska teð þótti jafnbezt, og hæst verð fyrir það
gefið á hinum erlenda markaði. Hefur þetta að sjálfsögðu
aukið eigendum fjárins ánægju og melnað.
Þess eru vafalaust inörg dæmi, að einstakir bændur, víða
um land, hafi átt jafnþungar kindur og þyngri en meðal-
sauðurinn þingeyski var, því að eigi all-fáir liafa, sem betur
fer, lagt sig alla fram um það, að eiga góðar kindur. En þeir
fengu ekki hlutfallslega hærra verð en hinir, sem úrkastið
áttu — og seldu. Og á sauðfjárræktina orkaði það til ills með
u