Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 139
BÚFRÆÐINGURINN
137
almennar. Fyrsta taðkvörnin, sem ég sá, var á sýningunni
á Oddeyri, skömmu eftir 1880. Aðalvorstörfin voru þó jarða-
bæturnar, einlcum hjá efribekkingum. Mest voru það túna-
sléttur. Gekk sú vinna seint, á nútímamælikvarða. Túnið var
grýtt og mest unnið með handverkfærum. Grasrótin var rist
ofan af með undirristuspöðum Torfa í Ólafsdal; flögin síð-
an stungin, eða plægð og herfuð, færður í þau undirburður
og síðan þakin. Beðasléttur voru þá tíðkaðar, breidd hvers
beðs venjulega 2—2V2 faðmur. Var ætlazt til, að þessir teigar
væru aðeins litið kúptir. Beðasléttun þótti hentugri í vinnu:
örstutt að kasta þökum og færa þær aftur að. Talið var og,
að þessar öldusléttur þýfðust síður aftur. Um notkun hey-
vinnuvéla var menn þá tæpast farið að dreyma, hvað þá
meira. Skólastjóri lagði mikla áherzlu á það, að slétturnar
væru vel af hendi leystar: þökurnar jafn þykkar, helzt ekki
þynnri en 2%—3 þuml., þýfið stungið þannig, að hinn órót-
aði grundvöllur væri jafnhár; mikill íburður notaður; flögin
vel jöfnuð, herfuð og troðin og þannig þakið, að rendur þak-
anna væru jafnháar. Loks var áburður rækilega breiddur
yfir, áður en þökurnar þornuðu um of. Þetta voru aðalboð-
orðin viðvíkjandi sléttunum. Munu þær hafa haldið sér furð-
anlega, jafnvel þótt túnið væri þá ógirt. — Til undirburðar
var því nær eingöngu notuð askan úr hinum miklu ösku-
haugum staðarins, sem voru samansafn margra alda, oft
breidd yfir þökurnar Iíka. Var ekki til hennar sparað, enda
spruttu slétturnar sérlega vel, alflekkjuðu sig oftast í fyrra
slætti og að hálfu í þeim síðara. Kom þar í ljós, að þessir
ævagömlu haugar, sem eru á fjölmörgum býlum um allt land,
þar sem öllu þess konar héfur elcki verið kastað í læki,
— eru hreinustu gullnámur, enda mun oftast kenna þar
margra grasa, aulc sjálfrar öskunnar, sem oftast liefur verið
taðaska og því auðug af nothæfum steinefnum. Stórt og
mikið jarðhús var búið að grafa inn i öslcuhauginn. Man
ég, að einu sinni kom merkur bóndi norðan úr Eyjafirði.
Þegar hann var að fara, teymdi hann liest sinn eftir „Virk-
inu“ — svo var nefndur flötur framan við gamla bæinn,
sem myndazt hafði af húsarústum og ösku, — vissi þá eng-
inn fyrr til en allt hvarf niður í jörðina. Slys varð þó ekki,
því grasrótarfyllan seig með hægð niður. En eftir þetta var
lítið fengizt við neðanjarðar húsagerð í öskuhaugunum.