Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 22
20
BÚFRÆÐINC. 'URINN
inniheldur frá 0.20—1.80% kalí og jafnan er nokkuð af þvi
í basaltinu.
Basaltið hér á landi er allbreylilegt bæði að ásýnd og inn-
byrðis hlutföllum milli steintegunda. Þannig er feldspat-
magnið mismunandi og innan þess getur verið misskipt, hver
undirtegundin er meira ráðandi. Þetta hefur aftur áhrif á
kalkmagn bergsins. Eins er um ágít og seguljárnstein, eftir
j)ví sem hasaltið er auðugra af hvoru fyrir sig, verður j)að rík-
ara af magníum og kalki eða j)á járni. Ef gerðar væru kerfis-
bundnar efnis- og hergfræðirannsóknir á isl. basalti mundi
mega skipta j)vi niður í ýms afbrigði, en rneðan j)ær vanta,
er hægast að gera nokkurn greinarmun á j)ví eftir lit og ann-
ari ytri ásýnd. Skulu nefndar hér noklcrar slíkar gerðir.
1. Eftir kornstærðinni má skipta basaltinu í neðangreinda
hópa:
a. Dulkorna basalt. Kornin svo smá, að aðeins verður séð
fyrir þeim í sjónauka. Berg þetta er venjulega liart, dökkt eða
bláleitt að lit og kallast því b 1 á g r ý t i. Algengt i berggöngum
og öðrum gosstöðvaleifum, þar sem goseðjan hefur storknað i
jörðu niðri.
b. Fínkorna basalt (anamesit). Mótar fyrir kornunum,
en kristallarnir ckki þekkjanlegir berum augum. Sums staðar
gráleitt, en oftast dökkt eða móleitt að Iit. Algengt um og neðan
við mið fjöll á basaltsvæðinu og i hraunum, sem runnið hafa
eftir jökultíma.
c. Grófkorna basalt (grágrýti). Margir kristallanna grein-
anlegir hver frá öðrum með berum augum. Oftast grátt að lit,
linara og kleifara en fínkornaðri afbrigðin. Stuðlun algeng. Er al-
gengt efst i fjöllum á basaltsvæðinu (Háfjallagrýti) og i grá-
grýtisdyngjum og öðrum hraunlögum frá jökultíma á móbergs-
svæðinu (Öræfagrágrýti).
d. Stórkorna basalt (dílagrjót = porfýr). Einstakir frum-
kristallar hafa náð miklum þroska, svo hliðfletir þeirra eru jafn-
vel cm. eða meir. Þessir kristallar eru einkum feldspat, en stund-
um ólivín.
2. Eftir þeirri berglagagerð, er basaltið hefur fengið um leið
og það myndaðist, má meðal annars gera greinarmun á neðan-
töldum gerðum:
a. Beltaberg. Rcglubundin basaltlög, hlaðin hvert ofan á
annað, með eða án millilaga úr öðru efni. Algengasta basalt-
myndunin á basaltsvæðinu. Sjá 3. mynd.
b. B a s a 11 g a n ga r. Fáeinna dm til nokkurra m þykkar brík-