Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 81
BUFRÆÐINGURINN
79
Túnsúra (Rumex acetosa) .......................... 5,5—6,4
Fiflategundir (Taraxacum) ........................ 6,5—7,8
Hundagras (Dactylis glomerata) ................... 6,5—7,9
Fuglaertur (Latliyrus pratensis) ................. 6,0—7,4
Rauðsmári (Trifolium pratense) ................... 6,0—7,4
Orsakirnar til þess, að sýrustig jarðvegsins hefur svo gagngerS
áhrif á jurtagróðurinn munu mjög samsettar að eðli og það mál
tæpast rannsakað enn til hlitar. Þeim má þó skipta i tvo aðalflokka,
keinar og óbeinar orsakir.
Meðal heinna orsaka heftir verið talin afstaða jarðvegssýr-
ingarinnar til sýrumagns safans í jurtarótunum. Rannsóknir hafa
sýnt, að plöntunum er eðlilegt að hafa ákveðið sýrustig i rótarsafa
sínum og að það er nokkuð mismunandi eftir tegundum. H. Kappen,
þýzkur vísindamaður, telur eðlilegt sýrustig i rótarsafa neðan-
greindra plantna þannig: Hveiti pH 7,18, bygg pH 6,85, hafrar 6,75,
rúgur 6.61, lúpínur 5,73. Tölur þessar eru i nokkru hlutfalli við
það sýruslig, sem hefur reynzt hæfa bezt hverri jjessara tegunda.
Mikill mismunur á sýrustyrk rótarsafans og upplausn jarðvatnsins
umhverfis rótina, getur gert plöntunum crfiðara fyrir að ná til
sín næringarefnunum i æskilegum hlutföllum. Ef til vill stendur
það í einhverju sambandi við þetta, að þess hefur orðið vart, að
jafnframt því að óhentugt sýrufar dregur úr þroska plantnanna, þá
hefur það einnig áhrif á efnasamsetningu jæirra bæði að því er
snertir N-efni og steinefni.
Ó b e i n u áhrifin munu þó miklu fjölþættari en hin og flestir
tileinka þeim meiri þýðingu. Hér að framan hefur verið getið um
áhrif sýrufarsins fyrir moldarmyndunina og huldugróður jarðvegs-
ins. Þá mótar sýrufarið að miklu eðliskosti jarðvegsins, og ræður
niiklu um leysanleik steinefna hans og live hætt þeim er við út-
þvotti. Um þessi efni verður nánar rætt í öðru sambandi og slcal
þvi ekki fjölyrða um þau hér.
C. Sýrufar í erlendum jarðvegi.
Sýrufar í íslenzkum jarðvegi verður ekki metið að fullu né skýrt,
án þess að hafa til hliðsjónar, hvernig þvi sé háttað í jarðvegi ann-
arra landa. Hér skal því víkja nokkrum orðum að joví efni.
Eins og áður er tekið fram, hefur uppruni og samsetning berg-
tcgundanna áhrif á steinefnaforða jarðvegsins og þá meðal annars
á sýrufar hans. Hitt ræður þó að jafnaði meiru um sýrufarið,
hvernig moldarmyndunin fer fram og hver hlutföll eru milli úr-
komumagns og uppgufunar úr jarðveginum. Það gildir því sem
aðalregla, að í heitum löndum og frekar þurrviðrasöinum sé
mikið um basiskan jarðveg, en í köldum löndum, sem flest hafa