Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 105
BÚFRÆÐINGURINN
103
borði eða meir að vetrinum, en mest þar, sem það er nægi-
lega nálægt til þess að leiða rakann ört uppeftir meðan jörðin
er að frjósa.
(ióð framræsla er því höfuðskilyrði til varnar gegn nýrri
þúfnamyndun á landi, sem haft er til þurrlendisræktunar, og
líkur benda til þess, að sé um áður þýft land að ræða, þá
muni svo rækileg djúpvinnsla, að náist fyrir rætur þúfnanna,
helzta vörnin gegn því, að þær gangi aftur innan fárra ára,
eins og víða vill verða.
F. Jarðvegurinn og hitinn.
Sólarhitinn er aðaluppspretta liitans i jarðveginum að þvi
undanteknu, er innri hita gætir við hveri og laugar. Hita þess,
er framleiðist við efnabreytingar í jarðveginum, gætir mjög
lítið, nema þá helzt meðan mikið af lifrænum efnum er að
Ieysast sundur. Þannig hafa niðurplægðar belgjurtir gefið allt
að 1.4° C og búfjáráburður 0.1—0.4° C hitaauka, sem svo
þverrar á nokkrum vikum.
Hlýindi jarðvegsins liafa gagngerða þýðingu fyrir þroska
plantnanna og þau eru sú lífsþörf þeirra, sem oft er skortur
á í norðlægum löndum. Þessi þýðing hitans er sumpart vegna
beinni áhrifa hans, því vaxtarhraði plantnanna eykst með
auknum hita, að vissu marki, í jörð og í lofti, en sumpart er
liún óbein, því jarðvegshitinn er eins og fyrr er getið mjög
ákvarðandi um huldulifið í jörðinni og það starf, sem það
vinnur í þágu gróðursins.
Meðal þeirra atriða, sem þess eru ráðandi, hvernig jarð-
veginum notast að utanaðkomandi hita og hversu hann
geymir hann, eru þessi hin helzlu.
1. Efflishiti jarffvcgsins. Með eðlishita efnanna er átt við þann
eiginleika þeirra, að sama þyngd af ólíkum efnum hitnar mismikið
af sama hitamagni og er þá nefnt, að það efni liafi mestan eðlis-
hita, sem minnst hitnar. Vatn hefur mestan eðlishita allra cfna
og það liitamagn, sem þarf til þess að hita 1 1 ( = 1000 cm3 == 1 kg)
af vatni frá 0° C til 1°, er nefnd hitaeining (kaloria). Eðlishiti
vatnsins hefur því verið táknaður með 1 og eðlishiti annara efna
miðaður við það með hrotatölu. Eðlishitatölur efnanna segja því
til um það, hve mikið hrot úr liitaeiningu þurfi til að hita 1 lcg
þunga þeirra um 1° C.
Þegar rætt er um eðlisliita jarðvegs, er hann venjulega miðaður