Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 148
146
BÚFRÆÐINGURINN
nafninu hef ég gleymt. Hann var Skagfirðingur, sagður í
frændsemi við síra Odd Gíslason frá Miklabæ (prestur þar
1768—1786). Gunnar (sem oftast var nefndur Gunnsi), var
skólapiltum til aðstoðar við fjósverkin, sótti vatn í bæinn, sá
um eldivið o. fl. Um þetta leyti var hann miðaldra. Hann var
rúmlega meðalmaður á hæð, herðabreiður og beinvaxinn,
jafnan glaður og góðlátlegur, einkennilegur glampi i augun-
um, yfirbragðið sviphýrt, en bar þó vott um takmarkaða dóm-
greind, vitmaður var hann heldur ekki talinn, liafði þó all-
góða greind á vissuin sviðum. Hann var fús að stytta öðrum
stundir með söng og ýmis konar skringilegu látbragði. Var
honuin þá liðugt um mál og synd að segja, að hann væri
ádeilugjarn. Væri einhver á annari skoðun, eða væri hann
leiðréttur, var svar hans ætíð hið sama: „Það er alveg satt,
ég gáði ekki að því.“ Og svo féll allt í ljúfa löð. Oftast var
hann freinur töturlega til fara, kvað því minna að honum að
vallarsýn heldur en líkamsvöxturinn leyfði.
Oft varð Gunnar til að fullkomna fagnaðinn í frístundum
okkar. Einkum var það ein list, sem honum var tamt að leika.
Trúði liann því, að þar væri hann flestum snjallari. Hún var
sú, að herma eftir, einkum að tóna eftir prestum og flytja
ræður. Komst hann þar feti framar en allir aðrir, því að það
skipti engu máli, hvort hann hafði nokkurntíma heyrt mann-
inn eða séð. Það spillti heldur engu, þótt þeir væru dauðir,
jafnvel fyrir mörgum öldum. Hagaði hann þá rödd og til-
burðum eftir því, sem andinn inngaf honuin í hvert skipti.
Einkum voru það gömlu Hólabiskuparnir, sem urðu fyrir
þessum heiðri. Stundum var hann færður í flíkur, sem áttu
að líkjast skrúða, og varð hann þá enn betur fyrirlcallaðHr.
Við þessa leiki notaði hann ætíð gamlar þulur, eða aðrar setn-
ingar, er hann kunni, guðsorði var þar aldrei blandað inn i.
Röddin var feikna mikil og ekki vantaði tilbreylingarnar,
eftir því sem honum þótti hverjum henta hezt.
Aldrei heyrði ég þess getið, að Gunnar hefði verið við kven-
mann kenndur. En allt af tók hann því þó vel, ef að því var
vikið, að hann þyrfti eitthvað að fara að líta í kringum sig.
Var honum bent á það, að tæpast mundi hann þurfa að vera
i vandræðum með konuefni, þar mundu færri komast *ið en
vildu, og væri honum bezt að vera ekki að draga þetta, held-
ur biðja bara prestinn að lýsa, næst þegar messað yrði. Mun