Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 173
Tamningastöð
Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Vorið 1941 var á vegum Búnaðarsainbands Skagfirðinga
rekin hestatamningastöð um tveggja mánaða skeið. Skal hér
í höfuðdráttum skýrt frá tilgangi, rekstri og reynslu stöðv-
arinnar.
Um langan aldur liafa Skagfirðingar haft það margt stóð-
hrossa, að fleiri liestar hafa komið á vinnualdur en þörf
krefur fyrir héraðsbáa sjálfa. Svo er enn, og mun að öllum
iíkindum verða í náinni framtíð.
Það hefur því verið allmikill útflutningur hesta úr hér-
aðinu til annara sýslna. Sérstaklega eru það Eyfirðingar og
Þingeyingar, sem keypt hafa, þótt nokkuð hafi einnig verið
selt til annara héraða. Enda eru skagfirzkir hestar komnir
víða um land. Hafa margir reynzt prýðilega, en aðrir iniður.
Framan af voru það tiltölulega fáir einstaklingar, sem önn-
uðust söluna, liöfðu það sein aukaatvinnu að kaupa, temja
og selja hesta, og fóru þá söluleiðangra austur um sveitir.
En nú færist verzlunin óðum á fleiri hendur, og er þá meiri
mistaka að vænta. Mun ekki einsdæmi að sá, sem keypt hefur
gott hestsefni, að sögn seljanda, hafi lireppt „köttinn i seklcn-
um“. Má því segja, að öll þessi hestasala sé harla frumstæð
og fálmandi og fullnægi ekki viðskiptakröfum nútímans.
Það er áhyggjuefni margra mætra hestaframleiðenda, á
hvern hátt verði ráðin bót á þessu. Þeim er það flestum ljóst,
að ef auka á markaðinn, verða kaupendurnir að hafa nokkra
tryggingu fyrir því, að hestarnir séu raunverulega eins og
þeir eru sagðir. Ýmsir telja sig reyndar þess umkomna að
dæma um að óreyndu hvað býr í hverjum fola. Og má undrun
sæta, livað æft auga kemst i þeirri list. En þegar dómarinn
er einnig seljandi, er hann háður þeiin mannlega breysk-
leika að sjá kostina í gegnum margföldunargler, en galþina
liins vegar í nokkurri þoku.