Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 129
50 ára endurminning
frá Hólum í Hjaltadal.
Eftir Kristinn Guðlaugsson á Núpi.
Búnaðarskólinn á Hólum var,
eins og kunnugt er, stofnaður árið
1882. Fyrstu árin átti hann við
inikla örðugleika að slriða. Hjálp-
aðist þar niargt að: slæmt árferði,
trúleysi á umbótamöguleika land-
bxinaðarins, fjárþröng o. fl.
Það var vorið 1890, eða fyrir
réttum 50 árum, að ég fór sem
nemandi að Hólum. Þvkir mér því
eiga vel við að rifja upp nokkrar
endurininningar frá dvöl ininni þar.
Vorið 1887 flutti ég, ásamt þrem-
ur systkinum minum, frá Þremi
í Garðsárdal, úr foreldrahúsum.
Faðir okkar, Guðlaugur Jóhannes- Kristinn GuðIa“gsson-
son, hafði þá andazt haustið áður,
en móðir okkar, Guðný Jónasdóttir, þremur árum fyrr. IOg
réðst þá scm vinnumaður að Öngulsstöðum til hins ágæta
bónda, Sigurgeirs Sigurðssonar, oddvita, og fyrri konu hans,
Katrinar Arnfinnsdóttur. Naut ég þar margra góðra leiðbein-
inga um vinnubrögð o. fl. Næsta ár var ég lausamaður — í
óleyfi þó. Þennan vetur lærði ég hraðskyttuvefnað hjá Sig-
urði Stefánssyni bónda að Uppsölum á Staðarbyggð. Hann
hafði lært vefnaðinn hjá Gunnari Sigurðssyni að Lóni í
Skagafirði, föðurbróður Ólafs Sigurðssonar á Hellulandi, en
G.unnar lærði vefnað í Danmörku. Var hann fyrsti maður liér
á landi, sem lærði og stundaði hraðskyttuvefnað. Úthreiddist
sú vefnaðaraðferð talsvert á næstu árum, einkum um Norður-
land, en hvarf fljótlega, að nokkru, úr sögunni aftur, ásamt
öðrum tóvinnuiðnaði heimilanna. Var það illa farið.