Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 63
BÚFRÆÐINGURINN
61
Aðfarir rótarbakteríanna
eru í fyrstu liliðstæðar því,
sem á sér stað um plöntu-
sýkla, og sé mikið af auð-
leystu N-efni í jarðveginum,
eða lélegir stofnar rótar-
bakteria eigi í hlut, geta þær
orðið til varanlegra óþæginda
fyrir belgjurtirnar. Venjulega
virðist einnig, að plönturnar
líði eitthvað fyrst í stað, en
oftast tekst fljótlega upp hið
gagnkvæmasta samstarf milli
beggja aðila. Bakteríurnar eru
taldar að draga til sín sykur-
kennd efni og nauðsynleg
steinefni frá gistiplöntunni og «• Y-mynduðu rótarbakteri-
fa l>ar með þann kraft, sem cola) 1000 föld stækkun.
nauðsynlegur er til þess að
vinna köfnunarefnið úr loftinu. Lilið eitt þurfa þær af því til
eigin nota, en mestur lilutinn er talinn að umbreytist í leysan-
leg eggjahvítukennd sambönd, sem hagnýtast af belgjurtun-
um eftir því, sein þeim hentar bezt. Eitthvað af þessari fram-
leiðslu siast einnig út í jarðveginn og eykur þannig frjósemi
hans fyrir nærvaxandi plöntur.
Enn hefur ekki upplýstst að fullu, hvort rótarbakteríurnar
geta hagnýtt sér N-efni loftsins, án þess að vera i sambandi við
belgjurtir. Hins vegar hefur því verið veitt eftirtekt, að
bakteriurnar sælcjast þvi meir eftir samstarfi við belgjurtina
sem minna er af auðleystu N-efni i jarðveginum. Þá hefur það
einnig komið i Ijós, að bakteríurnar ganga þá ötullegar að
vcrki við vinnslu N-efnisins, þegar rótum belgjurtanna berst
sem minnst N-efni frá jarðveginum. Þetta er skýring þess, hve
góður árangur hefur orðið af samstarfi bakteríanna og belg-
jurta, þar sem lítið er um auðleyst N-sambönd i jarðveginum,
og þetta eykur mjög gildi belgjurtaræktarinnar til jarðvegs-
bóta.
Viðhald virkra rótarbaktería í jarðveginum er injög undir
því komið, að þær nái sambandi við belgjurtir. Þó er svo talið,
að stofn bakteríanna geti lifað að minnsta kosti á annan tug