Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 9
BÚFRÆÐINGURINN
7
2. mynd.
Misgengissprungur í jarðskorpuna
og misgengisjarðlög. Stafirnir a, b,
c. tákna þau berglög, sem saman
eiga. e er misgengissprunga, sem
fyllzt liefur öðrum efnum.
Viðfangsefni hinna ytri afla er þvi að tegla til og umbreyta á
ýmsan hátt því, sem innri öflin hafa aíkastað, og fái þau nógu
langan tíma lil athafna, þá sækir i það horf, að þau jafni yfir-
horð jarðar, lækki hálendið en grynni hafið, svo að það mundi
að lokum hafa flætt um meginhluta af yfirborði jarðar, ef engin
lireyfing í gagnstæða átt hefði átt sér stað. Svo löng er ævi jarð-
arinnar, að jarðfræðingar telja, að ytri öflunum liafi tekizt að
jafna við jörðu stórfellda, forna fjallgarða, svo að rætur þeirra
eru að flatneskju orðnar eins og flag eftir afskorna þúfu. En innri
öflin hafa þá aftur séð fyrir nýju viðfangsefni, ný liálendissvæði
mynduðust og nýjar sigdældir, til þess að halda i skefjum háflæði
hins volduga hafs. Fyrir þá, sem meta kunna tilbreytni i landslagi,
háa hnjúka og fag'urdregin fjöll, er þar mestra meistaraverka að
leita, sem þetta samspil náttúruafla jarðarinnar stendur sem næst
i miðjum klíðum.
Framangreind þróun yfirborðsmyndana jarðarinnar leiðir svo
aftur til þess, að bergmyndanir flestra landa verða tvenns konar
að uppruna. Annars vegar frumbergið sjálft eða nýrri berglög,
sem síðar hafa myndazt við gos: Gosberg (Eruptive Dannelser).
Hins vegar berglög, scm hlaðizt hafa upp í sjó eða á landi úr
efni því, sem hin ytri öfl hafa rifið niður, fært úr stað, fínmulið
og umbreytt á alla vegu, þar á meðal blandazt leifum frá dýra-
eða jurtalífi liðinna tíma: Molaberg (Sedimentære Dannelser).
Þótt slík berglög verði með aldrinum algerlega steinrunnin sök-
um þrýstings og nýrrar kristalmyndunar, hefur tönn tímans
um langar jarðaldir brotið sum þeirra niður hvað eftir annað,
og svo hefur efni þeirra hlaðizt annars staðar saman i berglög
á nýjan leik.
Þvi algcrra og endurteknara, sem þetta niðurbrot bergmyndan-
anna liefur orðið, því frábrugðnara verður molabergið að eðlis-
og efniseinkennum hinu upprunalega gosbergi, sem það er
myndað úr. Þannig leysast upp og skolast burtu ýms hinna
jurtanærandi efna, en eftir verður aukið magn af torleystuin
kvars (ýmsar sandsteinsmyndanir). Á öðrum stöðum hafa hlaðizt
leirsteinsmyndanir, þar sem aðalefnin eru kísilsýra og alúmín
(= Aluminium) og enn annars staðar liafa myndazt hlutfallslega
auðug lög af frjóefnum, sem þá sumpart geta átt rót sína að rekja