Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 117
BÚFRÆKINGURINN
115
VII. KAFLI
Efniseinkenni í íslenzkum jarðvegi.
A. EfnahlutföIJ.
Þegar rætt er almennt um efnahlutföll jarðvegsins er átt
við það, hvert sð heildarmagn hans af einstökum efnum eða
efnasamböndum, þegar frá eru skildir steinar og grófasti
sandur. Magn einstakra efna er venjulega miðað við hundr-
aðshluta af þurrefni jarðvegsins. Fyrst eftir að menn fóru að
kynna sér efnasamsetningu jarðvegsins var það trú jafnvel
lærðra manna, að með efnagreiningu einni saman væri hægt
að ákveða frjósemi hans, en reynslan kenndi mönnum fljót-
lega liitt, að heildarefnagreining var óábyggilegur mælikvarði
á frjósemina, enda kemur þar margt annað til greina. Með
lienni er að vísu hægt að skera úr um það, hvort algerður
skortur sé á einhverju efni, en síður hinu. í hve aðgengilegum
samböndum fundin efni kunna að vera til næringar fyrir
jurtirnar. Engu að síður er efnagreining á jarðveginum mjög
mikilsverð. Hún segir til um, hve mikið magn af nauðsynleg-
um efnum er í jarðveginum, en það má skoða sem eins
konar l'orðabúr, sem á sé að ganga og smátt og smátt komist
í nothæft form fyrir jurtirnar. Slik efnagreining gefur einnig
nokkra bendingu um þegar nothæf efni, því oft mun sá jarð-
vegur, sem er auðugur af nauðsynjaefnuin, einnig hafa nokk-
urn hluta þeirra í auðleystum samböndum.
Síðari ár hafa margar aðferðir verið reyndar til þess að
ákveða jurtaleysanleg efni jarðvegsins, svo bægt væri að
dæma um áburðarþörf gróðursins eftir því. Á þessu sviði
hefur nokkuð unnizt, einkum i Danmörku, Svíþjóð og Þýzka-
landi. Þó má enn telja, að þessar rannsóknir séu á umbóta-
skeiði og líklegt, að ekki eigi alls kostar sama við í ölluin
löndum, né gagnvart hvaða gróðri sem er. Það er þvi mikið
verkefni framundan að vinna að samræmdum efnarannsókn-
um á íslenzkri jörð og finna aðferðir við hennar hæfi til
þess að ákveða auðleyst næringarefni, svo og að rannsaka
nánar eðliskosti ýmis konar íslenzkra jarðvegstegunda.
Sýnishornum til efnarannsókna á ísl. jörð hafaýmsir áhuga-
menn safnað. Suint hefur verið rannsakað erlendis, en lang-