Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 33
BCFRÆÐINGURINN
31
A. Veðrun bergefna.
í. Áhrif edlisafla.
a. Áhrif hitabreytinga.
Bergið er háð því nær algilda lögmáli, að rúmtak þess
vex við aukinn hita, en minnkar að sama skapi og hitinn
lækkar. Þannig er talið, að 1 metra teningur af granit
vaxi að rúmmáli um allt að ‘.\%c við 20° C. aultinn hita,
og mun þá eitthvað svipað eiga sér stað um basalt. Við
hitaskipti dags og nætur, og vegna mismunandi árstíða,
verður því allt hert berg og yfirborðssteinar fyrir síendur-
teknum hreyfingum, en þær eru þvi samsettari og valda
spenningi á fleiri en einn veg, að bergið hilnar misjafnt 1
nnsmunandi dýpi frá yfirborði. Þótt hreyfingar þessar séu
ckki stórfelldar, sizt hér á landi, þar sem hitabreytingar eru
minni en víða annars staðar, þá valda þær, með alda endur-
tekningum, veilum í berginu, sem svo ágerast þar til orðnar
eru að algerðum sprungum, sem ýmist afmarka smáflísar
eða stærri hellur. Nú er margt grjót, þar á meðal grófkorna
basalt og dilagrjót, samsett af ósamkynja og mislitum krist-
öllum, hitna þá og kólna þessir smáhlutar misfljótt og mis-
niikið. Auk aöalþenshi og samdráttar heildarbergsins mynd-
ast hér þvi sérhreyfing, er stuölar, aö ööru jöfnu, til fljótari
molnunar grófkorna bergs en hins, sem e.r samsett • .og
dulkorna.
b. Áhrif vatns.
1. ísþensla vatns. Vatnið hefur sérstöðu að því leyti, að
rúmtak þess er minnst við 4° hita og við ismyndun eykst
rúmtak þess um nærfellt Vío hluta. Vanti rúm fyrir ísþenslu
vatnsins, fullnægir það eðli sínu með liinu ótrúlegasta afli.
Vatnið kemur því hitabreytingunum mjög til fulltingis við
að sprengja sundur bergefnin. Það seillar i hinar minnstu
sprungur, er hitahreytingar hafa valdið, frýs þar öðru hvoru
og vinnur þá ísþenslan hvern sigurinn öðrum meiri. Slík
samverkandi sól- og frostsprenging hergefna á sér nokkurn
stað hér á landi, einkum í gróðurlitlum bröttum fjallslilíð-
um. Stendur það sennilega í nokkru sambandi við liana, að
yfirleitt virðist meiri hreyfing og hrun sólarmegin i fjallshlíð-
um og giljum en í forsælu. Á vissum timabilum ísaldar hefur