Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 14
12
BÚFRÆÐINGURINN
lögum heiðaöræfanna og efstu lög í ýmsum háfjöllum, Oki,
Eiríksjökli, Herðubreið o. fl.
Þá hafa einnig undir lok jiessara myndana, og sums slaðar
eftir að jökultími var með öllu liðinn, runnið stórfelld basalt-
hraun ofan frá öræfum og breiðzt ofan á móbergsmyndan-
irnar víða um undirlendi Suðurlands.
Bergmyndanir þessar hafa verið nefndar m ó h e r g s-
myndanir og svæði þeirra m ób e r g s h é r u ð, eru jiær
þannig aðgreindar frá eldri myndunum, er tilheyra basalt-
breiðunni miklu, sem áður er nefnd, en svæði hennar eru
nefnd basalthéruð. Mestri þykkt hafa móbergsmyndan-
irnar náð um miðbik landsins og suður um Eyja- og Mýr-
dalsfjöll. Þar hafa þær í hæstu bungunum (jöklunum) náð
meiri hæð en basaltfjöllin á Norðurlandi. Þá hefur einnig
gosið á jökultíma viða um sigdæld Þingeyjarsýslu austan
Skjálfandafljóts og sums staðar orðið Jiar allþykkar mynd-
anir meira eða minna blandnar móbergi (Bláfjöll, Seljalanda-
fjall, Lambafjöll o. fl.).
Þingeyjarsýslur austan Skjálfandafljóts og hálendið jiar
suður af verða því sem heild að teljast til móbergshéraðanna,
])ótt nú hafi nýrri hraun lagzt þar ofan á móbergsmyndan-
irnar á stórum svæðum. Þar sést einnig, að fornar basalt-
myndanir standa upp úr á stöku stað sem eins konar eyjar
(vesturhluti heiðarinnar austan Bárðardals, Húsavíkurfjall,
fjöllin vestur af Kelduhverfi o. fl.). Þá hafa móbergsmynd-
anirnar einnig ásamt meðfylgjandi grágrýtishraunum lagzt
yfir á basaltsvæðin þar sem siglægðir hafa orðið milli aðal-
fjallgárða. Þannig hafa j)ær komizt ofan í framhluta Skaga-
fjarðar, eftir að hann var að miklu myndaður, og leifar þeirra
liggja um heiðar Húnavatnssýslu og sums staðar langt norð-
ur í byggð. Auk j)essa er Skaginn milli Skagafjarðar og
Húnaflóa og eyjarnar í Skagafirði úr grágrýtis1- og móbergs-
myndunum frá jökultíma, og enn fremur mikill hluti Snæ-
l'ellsness, einkum eftir að komið er vestur fyrir Kerlingaskarð.
Að visu eru móbergsmyndanirnar misþykkar á þessum
svæðum og sums staðar, einkum til jnðranna, skerast dalir og
gil ofan i fornar basaltsmyndanir. Samkvæmt halla basalt-
laganna á Norðurlandi inn undir móbergs og grágrýtismynd-
anir heiðaöræfanna má gera ráð fyrir, að fornbasalt liggi i
nokkurri hæð alllangt til suðurs, einkum austan Skaga-