Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 27
BÚ FRÆ ÐINGURINN
25
Nokkur greinarmunur er að jafnaði á molabergsmyndun-
um hinna eiginlegu móbergssvæða og svo þeirra landshluta,
sem byggð eru úr hinum fornu basaltlögum. Skulu þau því
athuguð sitt í hvoru lagi.
1. Molabergsmi/ndanir basaltsvæðanna liggja viðast í nokk-
urn veginn reglulegum löguin milli basaltlaganna. Mörg
þessara laga eru þunn, einkum í neðsta hluta basalthell-
unnar. Víða að mestu gjallkenndur sori og rauðbakað berg
sem eldazt hefur um leið og næsta glóandi hraun rann yfir.
Onnur lög sýnast hafa orðið fyrir nokkurri veðrun, og þau
eru blönduð sandi og vatnaleir, er bendir til þess, að langur
tími hafi liðið milli hraunlaga. Er lengra kemur upp í basalt-
lielluna, verða millilögin víða um land ennþá umfangsmeiri.
Á stöku stað 20—30 m þykk. í sumum þessara þykku laga,
einkum vestanlands, liggja surtarbrandslögin, leifar lauf-
grænna skóga frá sólhlýjum dögum Miosentimans. Talsverð-
ur hluti þessara millilaga lítur út fyrir að vera gosaska, er
oft hefur fallið og fokið, meðan á myndun þeirra stóð. En
þau bera einnig ýms merki annara ytri afla. Þar eru straum-
vatnsmyndanir þeirra tíma, úr hnattnúnum hnullungum og
áreyramöl, lagarmyndanir, með margra metra botnföllnum
leir, og þar hafa, einkuin vestanlands, hlaðizt upp eins konar
votlendismyndanir, sem nú eru orðnar að margra metra
þykku rauðajárns- og leirkenndu bergi, sem inniheldur í
vissum lögum uin 60% af járnsýringi (Fes O3) og nokkrar
líkur eru til, að megi nota til járnvinnslu. Að likindum hefur
þessi járnkenndi leir hlaðizt upp á hliðstæðan hátt og járn
fellur nú á dögum úr upplausn í votlendi og myndar mýra-
rauðalög. í mýrarauða nú mun oft bindast nokkuð af fosfór-
sýru, og er þá líklegt, að svo muni einnig hafa orðið í gamla
daga, jiegar þessar myndanir voru á döfinni. Því miður eru
fáar rannsóknir til um þetta, en Griiner taldi í leifum slíkra
járnkenndra myndana í Mókollsdal við Kollafjörð í Stranda-
sýslu um 14% fosfórsýru. Sennilega hafa einhver mistök
orðið við rannsóknina, enda mátti minna gagn gera fyrir
jarðveginn, en samkvæmt nýlega gerðum rannsóknum frá
þessum sama stað, voru í leirmyndunum úr slíkum millilaga
járnkenndum leir og í honum sjálfum um 2% fosfórsýra í
sumum sýnishornum.
Það er þvi svo, að inn á milli basaltlaganna islenzku liggja