Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 127
BÚFRÆÐINGURINN
125
sókna eins og svo margt annað varðandi hérlendan jarðveg,
en samkvæmt þeim athugunum er þegar eru gerðar, virðist
það eitt meðal séreinkenna á íslenzkum jarðvegi, að efstu lög
hans séu minna efnarýrð og undirlög þeirra minna efnaauk-
in en almennt á sér stað um erlendan jarðveg. Af þessu leiddi
þá einnig, að yfirleitt væri síður að- vænta aukinna frjóefna
úr undirlögum jarðvegsins, annars staðar en þar, sem sérstalc-
lega stendur á með jarðvegsmyndun.
í framanskráðu ágripi af almennri jarðvegfræði hefur
verið reynt að gera grein fyrir helztu þáttum í gerð og eigin-
leikum jarðvegsins, en rúmsins vegna varð að fara fljótt yfir
sögu og mörgu að sleppa, sem ástæða hefði verið að minnast
á. Fábreytni í rannsóknum á íslenzkri jarðvegsmyndun og
hérlendri inold veldur því einnig, að ekki hefur verið unnt að
byggja þessa þætti á eins íslenzkum grunni og æsltilegt hefði
verið, enda þótt megindrættir í eðlislögum jarðvegsins séu
hinir sömu, hvar í löndum sem er. Þau atriði, sem lieyra til
beinna ræktunaraðgerða, eru utan við ramma jarðvegsfræð-
innar, og verður annars staðar fjallað um þau í ritverki þessu.
En því nánara sem vitað verður um hinar fjölþættu umbreyt-
ingar og margs konar öfl, sem stöðugt eru að verki í jarð-
veginum, þeim mun tryggari undirstaða fæst að hagnýtum
ræktunaraðgerðum. Árangur ræktunarstarfanna er því ásamt
lieppilegu gróðurvali undir því kominn, að lagzt sé á sveif með
þeim jarðvegsöflum, sem bezt eru í samræmi við þarfir gróð-
ursins.
Helztu heimildarrit:
1. AgcrdyrHningslærc. Bind I. Jordbunden. Köbcnhavn 1933.
2. A. I). Hall: Tlie Soil. London 1938.
3. Ií. John Russell: Soil conditions and plant growth. I.ondon 1932.
4. E. Blanck: Handbuch dcr Bodenlehrc. Berlin 1929—1931.
5. F. Stccnbjerg og Pétur Gunnarsson: Noglc Undcrsögelser af is-
landskc Landbrugsjorder. Köbenhavn 1938.
6. Fr. Weis: Frá ferð minni til fslands. Búnaðarritið 1933.
7. G. W. Robenson: Soils, their origin, constition and classification.
London 1937.
8. Guðniundur Jónsson: Efnarannsóknir. Skýrsla Búnaðarfélags íslands
nr. 3 1930.
9. Guðmundur G. Bárðarson: Jarðfræði. Reykjavík 1927.