Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 145
BUFRÆÐINGURINN
14»
Vetrarskólinn byrjaði um veturnœtur. Litið var þá um ís-
lenzkar kennslubækur. Varð að mestu að bjargast við er-
lendar bækur og gerði það námið erfiðara.
Námsgreinarnar og helztu bækur og rit, sem nemendur
lásu, voru:
Jarðræktarfræði: Om Engvanding eftir E. Dalgas; Ágrip af
jarðvegsfræði, eftir Jósef J. Björnsson; Búnaðarrit III—IV;
Um áburð, eftir Torfa Bjarnason; Um áburð, eftir Hermann
Jónasson. Lesnir voru fyrir og þýddir lcaflar eftir Arrhenius
og Hampus von Post.
Kvikfjárrækt: H. Bendz: Huspattedyrenes Bygning og Liv;
E. Wolff: Huspattedyrenes rationelle Fodring, og Um fóðrun
búpenings, eftir Hermann Jónasson. Einnig lásu kennarar
fyrir þýdda kafla úr Husdyravlen eftir dr. Stettegast, og Kort
fremstilling af de vigtigste Sygdoinme hos Hesten, Oxen og
Faaret, el'tir próf. H. W. Stockfleth.
Náttúrufræði: Vaupell: Planterigets Naturhistorie; Chr.
Grönlund: Islands Flora: Chr. Feilberg: Organislc og uor-
ganisk Kemi; einnig um eðli og heilbrigði líkamans eftir dr.
Jónassen og Ágrip af náttúrufræði eftir Pál Jónsson.
Garðyrkja: Mest skrifaðir kaflar eftir ýmsa.
Hagfræði: Lesið fyrir um búreikninga, um næringargildi
og notkun matvæla og ýmislegt, er að búnaðarhag laut.
Einnig vorum við látnir taka þátt í reikningsfærslu sltóla-
búsins.
Ðanska: Lesbók Jóns Þórarinssonar og Jóhannesar Sig-
fússonar o. fl.
íslenzka: Ritreglur Valdimars Ásmundssonar; kaflar úr
Wimmers Oldnordisk Læsebog o. fl.
Reikningur: Reikningsbók E. Briem; Flatarmálsfræði H.
Briem og Praktisk Geometri indeholdende Plangeometri og
Stereometri samt Landmaaling, eftir G. Krogh.
Landafræði: Ágrip af landafræði eftir dr. Erslev og Lýsing
íslands eftir Þorv. Thoroddsen.
Saga: Ágrip af sögu tslands, eftir Þorlcel Bjarnason.
Dráttlist var og kennd i neðri bekk, 4 tíma í viku, en 2 tíma
í efri bekk. Kennslustundir á viku voru alls 28—30 í hvorum
bekk, frá kl. 9—2. Próf fóru fram um miðjan vetur og svo
að lolcnum vetrarskóla, fyrripart maimánaðar. Við burtfarar-
próf voru gefnar einkunnir fyrir verklega frammistöðu í jarð-