Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 130
128
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
Vilhjálmur Bjarnarson í Kaupangi, síðar að Rauðará við
Reykjavík, smíðaði fyrir mig hraðskyttuvefstól. Sumarið 1888
var ég kaupamaður hjá honum og séra Jónasi á Hrafnagili.
Flestir bændur höfðu j)á ársmenn, fyrir 60—100 kr. árskaup.
En kaupamenn, sem fáir voru, fengu 9—12 kr. um vikuna.
Aurana, sem ég fékk, notaði ég í kennslugjaldið og til að
borga vefstólinn; hrukku þeir þó vitanlega ekki. í apríl 1889
hyrjaði ég svo vefnaðinn á eigin spýtur hjá frændfólki mínu
að Steinkirkju í Fnjóskadal. Hafði ég nóg að gera. Þótti j>að
nýlunda að fá dálitla tilbreytni í dúkagerð. Ég tók 16—18
aura fyrir að vefa eina alin af fjórslceftu, en 20—25 aura væri
það áttskefta eða tískefta. Taldi ég mig nú ekki framvegis á
llæðiskeri staddan með vetrarvinnu.
Um þessar mundir var allmikið stímabrak með bi'maðar-
skólann á Hólum. Hann hafði verið á vegum Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslna og átt örðugt uppdráttar. En j)á var j)ess
farið á leit, að Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsla yrðu einnig um
hann. Mæltu ])ar ýmsir með og mót af allmiklu kappi, en
1889 varð jæssi sameining að framkvæmd. Allur j)essi mála-
rekstur vakti almenna athygli á skólanum. Að j)ví studdi og
það, að vorið 1888 var Hermann Jónasson skipaður skóla-
stjóri. En hann var, sem kunnugt er, Þingeyingur, af góðu
bergi brotinn. Fór þegar mikið orð af dugnaði hans og stjórn-
semi við skólann. Var það mál manna, að nemöndum hans
hentaði ekki að temja sér leti og ómennsku né lítilsvirða sett-
ar reglur. Þá vakti það og mikla athygli, að j)essi ungi skóla-
stjóri hafði liafizt handa um útgáfu tímarits um búnað —
Búnaðarritsins. Voru j)að talin mikil tíðindi, og ekki heiglum
hent að ráðast í slikt.
Sumarið 1889 var ég við heyvinnu að Gfeldingsá á Sval-
barðsströnd hjá móðursystur minni, sem var ekkja. Ég hafði
lengi haft hug á því, að leita mér einhverrar frekari fræðslu,
sem gæti verið mér stoð á skeiðvelli lífsins, er mér virtist
ldasa fram undan bjartur og víður og bjóða ótal verkefni.
En ég hafði aldrei getað tekið afstöðu um j)að, að hverju
ég skyldi snúa mér, eða hvað væri framkvæmanlegt.
Svo var það dag nokkurn, að ég var að slá á túninu stór-
ar og miklar þúfur, sem lágu j)ar eins og hvalir, hver við
hliðina á öðrum, gráar af órækt. Þá virtist mér eins og hvísl-