Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 152
150
B Ú F RÆ 1) 1 N G U R I N N
og reyndist sú ferðin öllu harðsóttari. Við lögðum af stað
frá Baugascli snemma dags. Var þá dálítill norðanstormur
með miklu frosti, bjart í hálofti, en sorti til hafs og kólgu-
kampar í kring. Skafið hafði af hæðum, var þar létt fyrir
fæti, en djúpir skaflar á milli. Fram Barkárdalinn gekk okk-
ur vel. Aðeins vildi það óhapp til, að Stefán Kristjánsson
slapp ofan i dý, svo hann vöknaði í annan fótinn. Við liöfð-
um birgðir af þurrum sokkum með okkur, og skipti hann
samstundis um. En nokkur renningur var; mun því hafa
komizt deigla í sokka þá, er hann klæddist í. Ivom það síðar
á daginn. Allt gekk nú sæmilega upp á fjallið, og fór brátt
að halla undan fæti vestur af. Var þá fremur hlaupið en
gengið. En nú dimmdi óðum, bæði af nótt og hríð. Frost-
harkan var mikil og veðrið fór vaxandi. Þegar við komum
niður á Héðinsdalinn, var dagur þrotinn, veðrið orðið lítt
stætt og hríðin svo dimm, að varúðar varð að gæta, að ekki
týndist úr hópnum. Allt gekk þó sæinilega ofan Héðins-
dalinn og niður á Hjaltadal. En þá var Stefán, sem haft liafði
forustuna eins og í norðurleiðinni, farinn að dragast aftur
úr, og gaf hann öll afskipti frá sér. Nú var veðrið líka komið
í algleyming, beint í fangið, og var það ýmist, i verstu bylj-
unum, að það stöðvaði okkur eða hrakti okkur til baka,
nema lagzt væri niður. Var þá stanzað í hlé við stóran stein
og haldin ráðstefna. Var þó sumum stirt um mál, því kjálk-
arnir voru farnir að stirðna af klaka og kulda. Okkur kom
saman um að hverfa frá þeirri ætlun að ná til Hóla um
kvöldið. En hins skyldi freista, að komast að Reykjum, sem
er fremsti bærinn í dalnum að vestanverðu. Urðum við því
að fara yfir ána, en leiðin var fremur stutt. Stefán talaði
látt, en kvaðst þó eitthvað mundu hanga aftan í okkur enn.
Varð það nú að ráði, að við gengum hver á eftir öðrum og
Stefán næstur þeim síðasta. En að vera siðastur og sjá um,
að enginn glataðist, var aðaltrúnaðarstarfið. Var nú haldið
af stað í herrans nafni. Allir vorum við þarna þaulkunn-
ugir, en ekkert sást, og varð þvi mest að styðjast við veður-
stefnuna. — Ferðin gekk fast og seigt. Baráttan við myrkrið,
veðrið og frosthörkuna var hörð. Áfram þokaðist þó jafnt
og þétt, enginn mælti orð. Gekk svo, að ég hygg, rúman
klukkutíma. Loks lcveður við hróp fremsta mannsins, og það
var enginn hryggðar- eða hræðslublær 1 röddinni: „Húrra!