Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 23
BUFRÆÐINGURINN
21
Stuðlaberg með lóðréttum stuðlum.
Basaltgangur með láréttum súlum
flcttast á milli stuðlanna.
ó. mynd.
»r, sem viða ganga nálcga lóðrétt upp i, eða upp í gegnum belta-
bergið. Þetta er storkin goseðja, sem hefur brotizt upp um langar
jarðsprungur meðan basalthellan var að myndast. Gangarnir oft
lárétt stuðlaðir.
c. I n n s k o t s 1 ö g'. Út frá áðurnefndum sprungum hefur gos-
kvikan sums staðar þrýst sér langar leiðir inn á milli berglaga,
og líkist ]>að að legu og lögun berglögum, sem runnið hafa ofan-
jarðar. Verða greind frá venjulegum berglögum á svip bergsins
og samskeytum þess við bergið að ofan og neðan.
d. Eitlaberg. Svo mætti nefna bergeitla og basalttappa, er
sums staðar verða að standbergi, þegar svo hefur máðst utan af
gosstöðvum, að sér í bera basaltstorku gosrásarinnar. Bergeitlar
af þessu tagi sjást hér og þar á basaltsvæðunum en eru víða á mó-
bergssvæðunum.
Þá munar á basalti að þvi leyti, að víða hefur meginhluti þess
storknað í samfellda heild, en aftnr sums staðar dregizt saman
um leið og það kólnaði i misnninandi skýrt afmarkaða stuðla.
Skýrast og fegurst er reglulegt stuðlaberg, venjulega með 5—G
strendum stuðlum, er sums staðar standa lóðrétt gegnum berg-
lögin. Annars staðar liallast þeir nokkuð eða mynda stuðlasveipi.
Stuðlun þvers gegnum lögin. er algengust i innskotslögum og í
grágrýtislögum frá jökultíma, sveig- og sveipastuðlun í kulnuðum
gosstöðvum og i nánd við þær. Margt af þcssu stnðlabergi veðrast
niður í hellur,. er klofna þvers yfir stuðulinn.
Sumt basalt hefur stuðlazt á talsvert annan hátt en framan
greinir. Þar eru stuðlar venjulega smáir og stuðlaskil óglögg,
þegar inn kemur í bergið, og svo óregluleg, að það er eins og
stuðlakubbum, er snúa sitt á hvað, hafi verið hrúgað saman af
handahófi. Berg þetta mætli nefna kubbaberg. Það er venju-
lcga dulkorna og mjög hart. Kemur einkum fyrir í eitlabergi og
er mjög algengt i basalteitlum og innskolslögum í móbergi.
Skylt kubbabergi að myndun, cn þroskaðra að gerð, cr það,
sem ncfna mætti hö-gglaberg (globular basalt). Það er byggt