Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 107
BÚFRÆÐINGUUINN
105
frádráttar á notagildi þess hita, er honmn berst utan að. Þar
sem eins og áður er sagt, að uppgufunin vex með auknu raka-
magni jarðvegsins, þá eyltur það enn á hitatregðu raka jarð-
vegsins umfram það, sem eðlishitinn gefur til kynna. Sam-
lcvæmt rannsóknum Pálma Einarssonar munaði þpð í júní
3.1° C, sem framræstur jarðvegur var heitari í 5 cm dýpi en
ófrainræstur. Erlendis hafa menn fundið, að á hlýjum sumar-
dögum getur það munað 6—8° C, hve þurrlend jörð hlýnar
meira en sams konar jörð blaut. Auk uppgufunarinnar geislar
stöðugt nokkuð af hita út frá hlýjum jarðvegi og missir hann
þannig nokkuð af mótteknu hitamagni.
3. HitaleiSsla jarðvegsins. Frá efsta lagi jarðvegsins leiðist
hitinn ofan í dýpri lög hans og hitar þau. En neðan úr jörð-
inni leiðist svo hitinn aftur upp til yfirborðsins, þegar það
kólnar. Þetta verður til þess að jafna hita dags og nætur í
gróðrarmoldinni og draga úr áhrifum næturfrosta.
Miðlun á hitamun dags og nætur nær sjaldnast lengra niður en
0.5—1 m, en hitamunur árstíða í kaldtempruðum löndum er tal-
inn ná um 15—20 m djúpt. Þar tekur við lag með jafnvægishita,
sem er um eða litið eitt ofan við ársmeðalhita landanna. Neðar
fer svo að gæta innri hita, er vex að því skapi sem dýpra dregur.
Hitinn á dagshitasvæðinu jafnast til á nokkrum klukkutímum, en
niður við jafnhitasvæðið er talið, að áhrif sumarhitans nái há-
marki sinu að ári liðnu.
Jarðefnin leiða hitann mismunandi vel. Samkvæmt rann-
sóknum Wolny’s táknar hann hitaleiðslu kvarssands með 100,
leirs með 84.0 og moldarefna með 80.6. Vatnið leiðir svo hit-
ann enn verr og lofdð um 25 sinnum verr en vatn. Loftið i
jarðveginum er þvi langmest ákvarðandi um hitalciðslu hans
i nánd við gfirborðið og því leiðir þurr jarðvegur lakar hita
en blautur og þétt jörð betur en laus. Þurrt lag efst í jarð-
veginum skýlir þvi jarðveginum fgrir hitaleiðslutapi jafn-
framt og það dregur úr uppgufun. Þótt blaut leir- og moldar-
jörð leiði hitann betur en þurr, þá verður blauta jörðin fyrir
svo miklum hitaafföllum við uppgufunina, að hún hefur af
minni hita að miðla niður í jarðveginn og eignast þess vegna
minni varasjóð þar til þess að gripa til, þegar kólnar í veðri.
Þvi meir sem jarðvegurinn er blandinn sandi og steinum, því
betur lciðist liitinn i jarðveginum.
4. Iialli jarðvegsins. Hita sólargeislanna nýtur þá bezt, er