Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 74
72
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
enda i'lestar þcssar tcgundir einætur eins og þær.
Aðrar bakterjur, sem eru loftfælnar, hafa öfuga að-
ferð. Þær taka súrefnið frá brcnnisteinssamböndum
og afsýra þau niður í brennisteinsvatnsefni (HeS)
eða frjálsa brennisteinssýru. Bakteriur þessar cru
því hliðstæðar að starfi við afnitrunarbakteriur.
Brcnnisteinsbakteríur eru yfirleitt öllum gróðri þoln-
ari gagnvart miklum súr. Árið 1922 fann Amcriku-
maðurinn Waksmann sérstakt afbrigði, er þrcifst i
sýru, sem nam allt niður i pH 0.58. Það er hinn
sterkasti súr, sem kunnugt er um að nokkur lif-
vera þoli.
12. mijnd.
Brennisteinsbakteríur (Beggiatoa alba).
IV. KAFLI
Sýrustig jarðvegsins.
í undanförnum köflum hefur þess verið getið, hvernig
upplausn steinefna verður að jafnaði til þess að auðga jarð-
veginn basiskum efnum, en að ýmis konar sýring er samfara
lífinu í jarðveginum og sundurliðun lífrœnna efna. Hvernig
svo ræðst með hlutfallslegan stvrk þessara afla, hefur svo
sína þýðingu fyrir efnarás jarðvegsins og gróðurinn bæði i
jörðu og á. Þessa hefur orðið að geta hér að framan um
huldugróðurinn án nánari skýringa. Hér skal gerð nokkur
grein fyrir eðli sýrufarsins, þýðingu þess fyrir jurtagróður-
inn, livað kunnugt er um það hér á landi og hvernig hægt er
að hafa áhrif á það til breytinga.
A. Orsök sýrufarsins og eðli.
Efnafræðin greinir frá þvi, að öll efni séu byggð úr örsmáum ein-
ingum, er nefnast frumeindir (Atom). Þær liafa að miðdepli ör-
iitla efnisögn, sem nefnist kjarninn, en i nokkurri iilutfailslegri
fjarlægð svciflast uin hann með gcysiliraða allt að 2000 sinnum léttari
agnir ein eða ílciri, eftir því hvert frumefnið er. Agnir þessar eru nefndar
r a f e i n d i r. Kjarninn er ætíð hlaðinn jákvæðu (positiv) rafmagni,
rafeindirnar aftur á móti neikvæðu (negativ) rafmagni. llafhleðsla
kjarna og samanlögð hleðsla rafeinda Iians er alltaf jöfn, svo þessi öfl
upphefja hvort annað. Frumeindin sem heild verður því óvirk.