Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 102
100
BÚFRÆÐINGURINN
nefnist grunnvatn og yfirborð þess á hverjum tíina
grunnvatnsstaða jarðvegsins.
I halla og í nánd við afrásir er grunnvatnið í nokkurri
hreyfingu í stefnu hallans eða til afrásarinnar, og það myndar
smárásir neðan jarðar, er svo koma frain undan hallanum
sem afveitur eða dý. Grunnvatnið er yfirleitt kalt, og í kyrr-
stöðu á hallalítilli jörð verður það súrefnissnautt og óhollt
flestum gróðri. Það er þvi nauðsynlegt öllum þurrlendis-
gróðri, að grunnvatninu sé haldið í hæfilegu dýpi, en því
verður aðeins við komið ineð nægilegri frainræslu.
Uppgufun vatns úr jarðveginum.
Meðan jörð er ófrosin, verður lnin að staðaldri fyrir nokkr-
uin vatnsmissi vegna uppgufunar. Hún er því örari sem loft
er hlýrra, þurrara og í meiri lneyfingu. Uppgufunin á sér
stað bæði frá jarðveginum sjálfum og frá yfirborði gróðurs-
ins. Heildaruppgufunin er því miklu meiri frá gróinni en
ógróinni jörð, þar á meðal ekki sízt graslendi. Ef jörðin er
mettuð af vatni, er uppgufunin talin viðlíka mikil frá alls-
konar jarðvegi, en nokkru minni en frá opnum vatnsfleti,
en þegar jörðin fer að þorna, dregur þvi minna úr upp-
gufuninni sem hárpípuaflið nýtur sín betur að flytja vatnið
jafnóðum upp til yfirborðsins. Það vcrður þvi meiri upp-
gufun úr leir- og moldarjörð en úr sandjörð, þótt sandurinn
hins vegar þorni fljótar vegna takmarlcaðrar vatnsheldni.
Lauslegt og óslétt yfirborð á unninni jörð þornar því einnig
lljótara en þétt, þótt lausa yfirborðið hins vegar dragi úr
heildarvatnstapi úr yfirhorðinu. Völtun eykur því uppgufun-
ina, en trgggir jafnframt rakaleiðslu til grunnstæðs gróðurs
mcðan rakaforðinn endist i undirlaginu.
2. Frosið vatn — frostþensla.
Þegar vatnið verður að ís, eykst rúmmál þess um ca. Yio
hluta. Þetta á sinn þátt í því, að rúmmál jarðvegsins cylcst
um leið og hann frýs, og verður þá útþenslan því méiri seiu
liann er vatnsmettaðri og fínkornaðri. Grófsandur og malar>-
jörð tekur minnstuin breytingum og hvorttveggja frýs venju-
lega mikið til sainfellt í gegn, án þess að veruleg afstöðu-
breyting eigi sér stað milli vatnsins og einstakra korna. Um