Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 48
46
BÚFRÆÐINGURINN
jnyndun að ræða og áhrifamikla iblöndun lífrænna efna i
jarðveginn.
Sundurliðun jurtaleifanna eða rotnun þeirra gerist að mestu
fyrir atbeina baktería og sveppa og er hún því háð lífsskilyrð-
um þeirra, en þar kemur einkum til greina: Hœfilegt liitastig
jarðvegsins, raki hans, sýrustig, loftræsla og nauðsgnlcgur
næringarforði. Þessari sundurliðun Hfrænu efnanna koma
þessar smáu plöntur, er nefna mætti h u 1 d u g r ó ð u r,1) að
miklu leyti til leiðar með því, að framleiða efni eða efnasam-
hönd, er hafa þá eiginleika að brevta vissum efnasamböndum,
er þau koma í námunda við, án þess þó sjálf að taka bein-
línis þátt í breytingunni. Einstaka tegundir huldugróðurs
framleiða sínar sérstöku tegundir af þessu efni, og hvert um
sig má skoða sem lykil að vissum efnasamböndum, en er óvirkt
á önnur. Efni þessi hafa verið nefnd gerðkveikjur eða
eflar (Ferment, Enzym). Þau hjálpa huldugróðrinum til
þess að hagnýta sér lifrænu efnin til viðurværis og jafnvel
sumum tegundum til þess að afla sér súrefnis til öndunar-
þarfa. Hvorki náin efnasamselning eflanna, né öll þau stig
efnabreytinga, sem hér eiga sér stað, eru enn sem komið er
talin fyllilega þekkt, en það er vitað, að það eru einkum vissar
tegundir huldugróðurs, sem vinna að ákveðnum efnasambönd-
um og taka þá við hver af annari eftir því stigi, sem sundurlið-
unin hefur tekið.
Jafnskjótt og jurtarætur deyja, eða plöntuhlutar falla til
jarðar, tekur huldugróðurinn til sinna starfa, svo framarlega
sem hann er starfhæfur vegna ytri skilyrða. Einna fljótast
gengur þá á m j ö 1 - og s y k u r k e n n d sambönd, sem þá
fyrst er biæytt í líl'rænar sýrur, er svo síðar, að því leyti sem
þær ekki bindast í jarðveginum, sundurliðast í kolsýru og vatn.
Sundurliðun k ö f n u n a r e f n i s s a m b a n d a n n a (hér eftir
til styttingar rituð N-sambönd) er talin talsvert flóknari.
1) Bakteriur og svcppir o. fl. smágróður, sem fyrir kemur í jarðveg-
inum og vinnur að efnabreytingum lians, eru talin til plantnanna, cn eru
bins vegar svo breytileg að lifskröfum og starfsaðferðum, að erfitt er
að finna þeim sameiginlegt heiti. Mikinn hluta þessara tegunda mætti
að vísu samkvæmt starfi þeirra nefna rotplönlur, en þó ekki allar.
Aftur á móti er það að mestu sameiginlegt, að einstaklingar þeirra eru
ósýnilegir berum augum, enda á útlendu máli kallaðir „Mikroorganism"
sameiginlegu nafni. Einkennislieiti fyrir þcssar tegundir gæti því verið
huldugróður jarðvegsins.