Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 158
15(5
B U F R Æ í) I N G U R I N N
Um þessar mundir voru hreppahúnaðarfélögin óðum að
myndast víðs vegar um land. Var þá mikil eftirspurn eftir bú-
fræðingum, til :ið vinna h já félögunum að jarðabótum og leið-
beina bændum í ýmsu, er að búnaði laut. Stunduðu svo margir
þeirra barnakennslu að vetrinum, því þá var ekki um sér-
inenntun að ræða fyrir kennaraefni. En hvað sem annars má
segja um hæfileika búfræðinganna sem kennara, þá höfðu
þeir þó f'ieslir það Lil síns ágætis að vera snortnir af gildi lík-
amlegrar vinnu, með lifandi trú og áhuga fyrir rælitun lands-
ins og barmafullir af björtum vonum til handa íslenzkum
landbúnaði og þróttiniklu sveitalífi —■, og ætli þau áhrif kenn-
aranna verði ekki jafnan drýgst, sem eiga röt sína að rekja til
þeirra innstu og einlægustu áhugamála.
Veturinn 1891—92 bárust Hermanni skólastjóra — eins og
endranær — mörg tilmæli frá búnaðarfélögum og einstökum
inönnum, að hann útvegaði þcim búfræðinga. Af Vestfjörðum
íckk hann þrjii eða i'jögur bréf um þetta efni, og átti ég kost
á að hvérfa þangað að loknu burtfararprófi. Mér hafði raunar
doltið i hug að dvelja næsta ár i Hólahreppi, annast um
kirkjusönginn og máske, ef ég gæti, að veita áðurnefndum
félögum - einkum söngfélaginu og bindindisfélaginu - of-
urlítinn stuðning. En bæði var það, að ég vissi ekki, hvort ég
mundi hafa þar nægilegum jarðræktarstörfum að sinna, en
frá þeim vildi ég ekki hverfa, og einnig hitt, að sóknarnefnd-
in hafði þá, ekkert látið i ljós um það, hvort hún óskaði, að
ég léki framvegis á orgelið eða ekki. En hvort sem ég færi ár-
inu fyrr eða siðar úr Hólahreppi, þá hafði ég hugsað mér að
leita aftur til sama lands, — norður yfir fjöllin, til Eyjafjarð-
ar —• eða Þingeyjarsýslu. En nii vildu þeir, afskekktustu
bændurnir þarna á norð-yeslurhorni landsins, endilega fá
menn frá Hólum. Þarna var Arnarfjörður, þar sem Jón
Sigurðsson fæddist og naut bernskuáranna. Gaman væri að
koma þangað. Þeir voru lika sagðir karlar i krapinu, Arn-
firðingar; þeir rækju hvalina, með kálfum sínum, saman á
firðinum eins og við lambær í haga, ynnu á kálfunum, en
létu mæðurnar fara sína leið, kæmu þær svo aftur með kálfa
sina næsta eða þarnæsta ár. Færi þá fram sami leikurinn, og
væru hvalirnir þeim nokkurs konar búpeningur. Sagl var, að
þeir mundu líka eitthvað kunna fyrir s.ér í fornum fræðum og
létu þá ekki allt fyrir brjósti brenna. — Þarna voru Horn-