Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 16
14
BUFRÆÐINGURINN
Og enn vaka eldar öðru hvoru á móbergssvæðunum: Nú
brasa þeir ekki lengur móberg þar, sem jökullinn er horfinn,
en dökkir basaltstraumar hafa runnið og fært í kaf talsverð
svæði af móbergsmyndunum. Þessi hraun eru efsta og yngsta
deildin í íslenzkum bergmyndunum.
Það er einnig á móbergssvæðunum, sennilega i sambandi
við jarðsprungur og sérstaka nálægð neðanjarðarhita, að
við eigum okkar stórfelldustu hveri og jarðhitasvæði, og enn
fremur eru þar mestu jarðskjálftasvæði landsins.
C. Um steintegundir.
Flestar bergtegundir eru samsettar úr tveim eða fleiri
tcgundum misniuriandi stórra efnisheilda, er nefnast stein-
ar. Hver steinn fyrir sig er samstæður að eiginleikum, efni
og gerð, en þeir hafa liins vegar storknað eða tengzt svo
fast saman, að heildarhópur þeirra skynjast sem fast herg.
Oft er niðurskipun steinanna í bergi svo smáger, að hún er
ógreinileg berum augum, en þeir geta einnig myndað
heildir.
1 fullkoninusu gerð eru steintegundirnar kristallaðar og hefur þá
hver þeirra sína ákveðnu kristallögun. Kristöllun er i ])vi fólgin, að
frumeindir (atom) ákveðins efnis eða efnasambands leggjast eftir
ákveðnum flötum i fastbundna afstöðu hver til annarar. Úr nokkr-
um hóp slíkra frumeinda verður þá fastur hlutur, takmarkaður
beinum flötum, er skerast á ákveðinn hátt. Utan um slíka örlitla
byrjun halda svo frumeindirnar áfram að raða sér eftir sinum
föstu lögum, svo að á hliðar frumkristallsins bætist lag á lag ofan.
unz myndun annarra kristalla eða aðrar orsakir hindra frekari
þroska. Slík kristallamyndun á sér stað í ýmsum efnum og efna-
samböndum, þegar þau breytast við kólnun úr bráðnu eða fljót-
andi ástandi í fast form, eða við það, að uppleyst efni skilja sig frá
lofttcgund eða legi. Þannig fer um nokkurn hluta jarðkvikunnar
þegar hún hrýzt glóandi upp frá undirdjúpunum. Við kólnunina
skipa sér saman ákveðin efnasambönd, og myndar þá hver
flokkur um sig sérstaka kristalla, suma örsmáa og ófullkomna að
gerð, aðra vel þroskaða. Ófullkomnir geta þeir orðið vegna hreyf-
ingar á hrauneðjunni og einnig vegna þess, að áður myndaðir
kristallar og þeir, sem eru að myndast samtimis, þrengfa hver að
öðrum og hindra þannig eðlilega þróun hvers annars á ýmsa
vegu. Kristallar bergtegundanna eru þvi venjulega vaxnir hver
upp að öðrum og jafnvel hver inn í annan, svo að flataskila þeirra