Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 169
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
1(57
Þeir eru til, er þegar hafa náð markinu — jafnvel þar, seni
Jandlétt er kallað. Hví sliyldi þá öðrum vera það ofvaxið?
Þegar Jcjöt flokkast illa, mun sú vera tíðust orsökin, að
skrokkarnir eru annaðhvort illa skapaðir eða of ihagrir —
nema hvort tveggja sé. Aðrar orsakir geta og valdið, svo sem
skemnidir al' mari o. fl. En sJíkt er hverfandi. Og auk þess er
ástæða til að benda á, að mar er oftast mönnum að kenna
-—• eða girðingum, sem þannig eru úr garði gerðar, að þær
eru öllum til ama og eigendunum til skammar. Víst hafa
verið sett lög um margt er siður skyldi en það, hversu til
skuli haga uin uppsetningu og viðhald girðinga, svo að eigi
hljótist af tjón á slcepnum.
Sköpulagi l'járins má breyta með skynsamlegu úrvali og
kynbótum. Holdsöfnun má auka með sama hætti — að
ógleymdu því, að fara svo með ærnar að vetrinum, að þær
fái látið fóstrinu — og síðar lambinu — i té þann lcost, sem
því er nauðsynlegur til þess, að það megi gangast við sem
bezf.
Eigi er þó svo, að sumarlandið liafi engin áhrif, „kjarni“
þess eða „kjarnaleysi". En liitt er víst, að holdafar dilka er
meira komið undir eðli foreldra og fóðrun mæðranna um
vetur heldur en því, að þeir gangi á einhverju sérstöku kjarn-
lendi að sumrinu, — enda sé landið eigi urið af ofbeit. Þetta
eru sannindi, sem allir verða að vita. Sú hin rótgróna trú, er
sumir hafa á því haft, að sumarlandið liefði úrslitaáhrif á
fjárgæði og vænleika dilka, er villutrú. Og eigi er mér grun-
laust um, að í landléttum sveitum, sumurn, lcunni þessi oftrú
á kjarnlcndið — eða réttara sagt, vantrú á „létta landið“, að
liafa átt einhvern þátt í því, að tefja fyrir kynbótum og öðr-
uni tilraunum til þess að gera l'járræktina arðsama og árvissa.
Kjarngott land er mikils virði. En þá fyrst notast kjarn-
lendið til fullrar hlítar, þegar fóðrun fénaðarins, sem á því
gengur, er góð. Magurt fé á vori getur að vísu orðið mjög
feitt að hausti eftir sumarlanga göngu í góðlendi. En holdin
eru laus, fitan liggur í lögum undir húðinni, og kjötið verð-
ur aldrei góð vara.
VIII.
í grein þessari hefur áður verið á það bent, að kynbætur
og skynsamleg fóðrun verði að fara saman, ef markið á að