Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 120
118
BUFRÆÐINGURINN
ingunum engin skörp takmörk dregin milli inýra og moldar-
jarðvegs og einstök sýnishorn úr sandjarðvegi geta verið
einkennilega auðug af lcöfnunarefni o. fl. verðmætum efn-
um. Skilsmunur milli jarðvegstegunda er yfirleitt ekki eins
skýr hér á landi eins og venja er erlendis og stendur þctta
eflaust i sambandi við hinn sérstaka myndunarhátt á hér-
lendum jarðvegi og hve auðleyst bergefni hans eru.
Það vekur einna fyrst eftirtekt við þennan samanburð,
hve mýrarnar hér á landi eru auðugar af ösku eða steinefn-
um og vísast um ástæðuna fyrir því til kafla II. Þó lág-
markssýnishornið sé aðeins með 7.02% ösku, þá er það al-
veg sérstakt meðal efnagreininganna, enda er það úr 94—157
cm dýpi og sennilega úr mosasvarðarlagi, því sýnishorn
tekin lir næsta lagi fyrir ofan og neðan höfðu 06.20 og
70.74% ösku. Það eru aðeins fá, og þá þau torfkenndustu, af
efnagreindum sýnishornum, sem hafa undir 50% ösku og er
þá skammt á milli þeirra og lágmarks í þurrlendismold.
Þetta mikla steinefnamagn má telja lil stórra kosta við hér-
lenda mýrajörð. Það tryggir henni framtíðar næringarforða
og dregur úr því, að hún hjaðni niður jafnóðuin og lífrænu
efnin leysast í sundur.
Næst er það athyglisvert, hve mýrajörðin er hlutfallslega
auðug af köfnunarefnissamböndum, Jiótt liún þó standi þar
ekki á sporði mörgum erlendum mýrajarðvegi, en Jiað er
eðlileg afleiðing Jiess, að í erlendu mýrajörðinni eru lífrænu
efnin í svo miklum meiri hluta, að köfnunarsambanda þeirra
gætir meira í % af heildarþurrefninu. Að vísu er meginið af
Jiessu köfnunarefni — sem betur fer — í torleystum sam-
böndum, en þau eru ávísun fyrir framtiðina, sem verður út-
levst smátt og smátt, ef mýrajörðin fær J)á framræslu og
vinnslu, sem henni er nauðsynlegt til Jiess að losa um þessi
verðmætu efni. Mýrajörð getur því haft sömu þörf fyrir köfn-
unarefnisáburð l'yrst i stað og annar jarðvegur, en dökk-
græna grasið á Jmrrkuðum mýrum, skurðbökkum og veg-
hliðum hlöðnum úr mýrajörð sýna, að köfnunarefnið fer að
Josna eftir nokkur ár, og sé vel að mýratúnum búið, veitir
þessi framleiðsla rnikinn létti í notkun köfnunarefnis-
áburðar.
Þá er það mikilsvert, að mýrarnar eru yfirleitt vel á vegi
sladdar með kalí, eins og einnig yfirleitt virðist vera um mik-