Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 154
152
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
auðug að víðsýni og velvild. Þau tóku okkur mjög vel; rikti
gleði og gamansemi í litlu fátæklegu baðstofunni. Fólkið var
eigi annað en þau hjónin og að mig minnir, þrjú eða fjögur
börn þeirra ung. Þrjá okkar létu þau sofa í hjónarúminu,
hvar einn var, man ég ekki, en sjálf sváfu þau aitnars staðar
við Iélegan aðbúnað. Við reyndum mikið að fá þessari ráð-
stöfun breytt, en við ])að var ekki komandi. Þau sögðu, að
við væruin þreyttir og þörfnuðumst góðrar livíldar; þau nylu
heldur ekki svo oft þeirrar ánægju, að næturgestir kæmu að
Fjalli, að það sakaði neilt, þótt þau þá breyttu örlitið til um
eigin aðbúnað.
Síðar stundaði Bjarni barnakennslu víðs vegar í Skagafirði.
Þótti hann afburða laginn við það starf. Hann A'ar góður
hestamaður og mikill dvravinur.
Þrjú skipulagsbundin félög voru starfandi í skólanum:
Söngfélag, málfundafélag og bindindisfélag.
Söngfélagið var stofnað haustið 1890. Var því meðfram
ætlað að vera kirkjusöngnúm til styrlctar. Að þeim tíina var
hljóðfærislaust í Hólakirkju, og söngurinn líkt og þá gerðist
í sveitakirkjum. Síðustu tvö árin hafði verið unnið að fjár-
söfnun til að kaupa orgel. Var stofnað til happdrættis og
fleiri ráða i því skyni. Búizt var við, að orgelið mundi koma
um vorið 1890, en vegna einhverra orsaka dróst það til
haustsins. Þegar ég sótti um skólann haustið 1889, varð það
að ráði, að ég tæki að mér orgelspilið í kirkjunni. Ég hafði
notið nokkurrar tilsagnar Sigtryggs bróður míns, áður en við
íluttum úr föðurgarði vorið 188(5. Eftir það æfðisl ég dálílið
á eigin 'spýtur, og haustið 1889 átti ég — sem oftar — ferð
til Akureyrar. Bað ég þá Magnús organista að prófa kunn-
áttu mina i orgelleik, til þess að vita, hvort hann teldi mig
færan til að leika við guðsþjónustur. Magnús tók þessari
málaleitan hið bezta; var hann Ijúfmennskan sjáll' og' góð-
vildin, eins og bann var vanur. Hann valdi nokkur sálma-
lög, sein hann lét mig leika. Að því loknu tók hann penna
sér í hönd, skrifaði nokkurs konar prófskírteini og gaf mér
góð meðmæli sem kirkjuorganista. Þóttist ég nú maður að
meiri, að verða svona allt í einu útskrifaður bara í venju-
legri kaupstaðarferð. Hafði ég plaggið auðvitað upp á vasann
í vesturfðrinni síðar um liaustið, sem áður er getið.