Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 54
52
BÚFRÆÐINGURINN
III. KAFLI
Lífið í jarðveginum og sérstök starfssvið þess.
A. Dýralíf jarðvegsins.
Auk huldugróðursins, sem áður er að noklcru getið, hefst
einnig við í jarðveginum allfjölslcrúðugt dýralíf annaðhvort
alveg eða að nokkru leyli. Lif þetta hefur nokkra þýðingu
fyrir umhreyting lífrænna leifa og frjósemi jarðvegsins. í gras-
rót og frjómoldarlaginu hefst við fjöldi skordvra, orma og
annara liðdýra, enn fremur er þar mikil mergð hinna svo-
nefndu frumdýra (Protozoa). Dýr þessi leita sór fæðu í jarð-
veginum eða af jurtum og jurtaleifum, en skila efnunum aftur
í breyttri og auðleystari mynd, jafnóðum og æviskeiði þeirra
er lokið, en um xnörg þeirra er það mjög skammvinnt. Dýralíf
þetta er að jafnaði þvi meira og fjölskrúðugra, sem lönd eru
lilýrri, og mun því ekki eins stórvirkt hér á Iandi og víða
annars staðar.
Frumdýrin eru lágstæöust allra þeirra tegunda, er til dýra-
ríkisins teljast ein fruma að byggingu og aðeins frá.5—50 ,x að
stærð. Þó eru helztu tegundir þeirra taldar likt. dreifðar um
jarðveginn heimskauta á milli, og eru flestu láglífi ónæmari fyrir
rakabreytinguin, hitabrigðum og sýrustigi jarðvegsins. Fjöldi
jxeirra er talinn frá tuguin þúsunda upp í allt að 2 millj. pr. g af
jörð, og er efni þeirra þá talið vega uin 850 kg pr. ha. Náin
rannsólcn á lífi og þýðingu þessara smádýra er á byrjunarstigi, en
svo er talið, að auk þess, sem þau lifa á ýmsum auðleystum efn-
um, þá séu sum þeirra gráðugar bakteriuætur, en geri sér þó mik-
inn tegundamun. Þau halda þvi i skefjum og stjórna að nokkru
bakteríulífi jarðvegsins. Iiins vegar hefur þess orðið vart, að þau
greiði fyrir vissri tegund baktería við að vinna lcöfnunarefni úr
loftinu og vcrður vikið að þvi siðar. Smádýralíf þetta mun sama
og ekkert vera rannsakað hér á landi, en líklegt má telja, að það
sé tii staðar og af svipuðum tegundum og i öðrum norðlægum
löndum.
S k o r d ý r og ormar munu vera hér á Iandi til muna fáslcrúð-
ugri en víða annars staðar. Til dæmis um nytjar jarðvegsins af
slíkum smádýrum, þegar þau falla frá, má þó hér á landi benda á
gróðurauka af mýflugnasvermum. Svo mikil getur orðið mergð
mýflugnanna á stöku stöðum eins og við Mývatn, að ef steypiregn
kemur snögglega á mikinn mývarg, þá slær honum niður til dauðs