Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 144
142
BÚFRÆÐINGURINN
sléttur og jafn að utan, svo að snjór og vatn festust sem
minnst á honum, og dálítið látinn dragast að sér upp á við,
var sléttað yfir hvers dags inykju með skóflunni og oftast
dreift dálitlu af íburði yfir hlassið. Til íburðar í flórinn og
liauginn var mesl notuð aska úr gömlu haugunum og dálitið
af inoði.
Þegar skipt var um fjósamann, var skólastjóri oftast við-
staddur. Leit hann þá eftir meðferð áburðarins, áhölduin og
allri umgengni. Sérstök athygli var því veitt, hvernig kýrnar
mjólkuðu yl'ir tímabil hvers fjósamanns. Var allt þetta lagt
á metaskálarnar síðar meir við gjöf einkunna.
Að vetrinum tóku piltar þátt í fjárhirðingu sinn tímann
hver. Hirlu þeir lömbin að mestu eða öllu leyti. Þar var
skólastjóri nær því daglegur gestur, því að sauðfjárhirðing
var eitt hans mesta yndi. Hann var yfirleitt mikill dýravinur.
Oft brýndi hann það fyrir okkur, að t'yrsta skilyrðið til þess
að vera góður skepnuhirðir, væri að alhuga eðli skepnanna,
þarfir þeirra og þrár, setja sig inn í skaplyndi þeirra og reyna
að skilja það, þá skapaðist velvild lil skepnanna, þær yrðu
eins og félagar manns, og þá væri eigi unnt að una öðru en
að þeim liði vel. Þannig veitli skepnuhirðingin vinnugleði og
góðan árangur.—Heyásetningur var mjög góður og miklar
heyfyrningar þau vorin, sem mér var kunnugt um. Vorið
1892 var t. d. eftir ósnert hey, sem í voru 400—500 hestburðir,
og eitthvað að auk í öðrum heystæðum. Allar skepnur voru
prýðilega fóðraðar.
Flestir fóru skólapiltar i göngur að haustinu. Fannst okk-
ur það mikil upplyfting. Var þá ekki laust við, að við sumir
bæruin okkur dálítið borginmannlega, fannst við öllu virðu-
legri en liinir gangnamennirnir — karlarnir þar úr dalnum.
— Höfðum við það á mcðvitundinni, að við værum „Hóla-
menn“, sem að sjálfsögðu bæri að sýna knáleik og karl-
mennsku.
Næst hófust sláturstörfin. Tókum við allir þátt í þeim og
nutum tilsagnar. Féð var oftast rotað og tókst það nokkurn-
veginn, enda var ætíð svo vel valinn maður til þess staría,
sem frekast var kostur. Sérstök einkunn var gefin fyrir slátur-
störf.