Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 17
BÚFRÆÐINGURINN
15
i reglubundnum brúnum og ákveðnum hornum gætir minna i föstu
bcrgi en annars myndi vera.
Það er því mjög undir því komið, hversu fljótt goseðjan storkn-
ar, hve stórkorna eða fullkomin kristalmyndunin verður. í hæg-
slorknandi hrauni liafa fyrstu kristallarnir gott svigrúm og ná þá
oft mikilli stærð (dílaberg) og sem heild verður þá bergið stór-
kornaðra. Verði aftur á móti storknunin mjög bráð, verða kristall-
arnir vanþroska og mjög smáir (t. d. sum hasaltafbrigði). Svo
ört getur jafnvel kólnað, að nokkur hluti uppvarpsins slorkni sem
glerkennt efni, áður cn það kemst i kristalform. Þannig er hér
á landi um hrafntinnu, mógler (palagonit) i móbergi, hasaltgler
utan með gosgöngum o. fl.
Að svo miklu leyti sem molaberg er samsett vir óbreyttum
molum og smákornum þeirra bergtegunda, sem það hefur
mulizt úr, eru steintegundir þess nokkurs konar arfur frá
upprunaberginu. En því níeir, sem molabergið er eldra, hafa
bundizt í því ýmis konar uppleysl aðkomin efni, s. s. kísil-
sýra, alúmín, járn og kalk. Jafnframt og þessi efni hafa
bundið hin einstöku korn saman í fast berg, hafa þau víða
inyndað kristalla ákveðinna steintegunda og stundum geng-
ur jafnvel svo langt, að smákornin liafa einnig orðið fyrir
efnislegum breytingum með því að sameinast nokkru af
bindiefninu, og þá taka þau upp gervi nýrra kristalla og ann-
ara steintegunda en í þpim voru.
Aðalefnasambönd í steinum þeiin, sem þannig mynda berg-
tegundirnar, eru kísilsýra, málmsýringar og ýmis konar sölt.
Óblönduð kísilsýra, er þá nefnist kvars, er talsvert á dreif-
ingi i fornum erlendum bergtegundum, enda kallast þær þá
súrar. I hérlendum bergtegundum er hreinn kvars frekar
sjaldgæfur að öðru leyti en því, að kyrningar af honum er í
líparíti, en hann hefur sums slaðar safnazt í bergholur og
bergsprungur, ýmist glerkenndur eða þá kristallaður. Þaðan
eru ýmis konar kvarssteinar komnir, sem sjást á dreifingu í
sandi og möl. Helztu sýringar hér eru seguljárnsteinn og
brúnjárnsteinn. Af söltunum eru sambönd kísilsýru við ýmsa
hina algengustu málma langalmennust og kallast þau
silíköt (einl. silíkat). Hin helztu þeirra hér á landi eru
nokkrar feldspattegundir, ágít, ólivin og geisla-
steinar (zeoliter). Af öðrum söltum eru helzt kalkspat,
aðallega ásamt kvarsi. i bergholum og sprungum. í hreinum
jiroskuðum kristöllum kallast það silfurberg.