Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 138
136
BÚFRÆÐINGURINN
sem ella. En vonandi hugsið þið ykkur að borða til að lifa
fremur en að lifa til að borða, og skiptir þá litlu máli, þótt
einhvern tíma komi fyrir, að fæðan haldi ei því ljúffengi, er
bezt gæti verið. — Þið vinnið hér þrefalt ógagn: Þið
móðgið, að ástæðulausu, konur þær, er matreiðsluna hafa
á hendi, þeirra vinna er áreiðanlega ekki meiri misfellum
háð, á sínu sviði, heldur en t. d. ykkar vinna á ykkar sviði.
Þið sveltið sjálfa ykkur að þarflausu, og þið gefið ástæðu
til að efast um sæmilega dómgreind ykkar og prúðmennsku.
Til hvers komuð þið hingað í skólann? Var það til þess að gera
úlfalda úr mýflugu, þegar mjög óveruleg mistök í heimilis-
störfum eiga sér stað? Var það til að æfa ykkur í ósann-
girni, fávislegum hroka og stærilæti? — Nei, ég veit, að þið
hugsuðuð ykkur að fræðast hér um ýmsa hluti, eftir því sem
löng eru til. Þið hugsuðuð ykkur að þroska dómgreindina,
vikka sjóndeildarhringinn, æfast í sanngirni og prúðmennsku,
og þannig ættuð þið að geta fengið aðstöðu til ])ess að verða
fremur leiðheinandi og til fyrirmyndar, hvar sem leiðir ykkar
kunna að liggja. Trúið mér, piltar góðir, að þegar ykkur vex
lifsreynsla og þroski, þá lítið þið á þetta tiltæki sem van-
hugsað æskubrek, sem þið óskið eklci að endurtaki sig á ykk-
ar eigin heimilum, hvort sem þið þá verðið þiggjendur eða
veitendur . . . “
Ræða skólastjóra var eitthvað lengri, og það, sem hér er
skráð, mun ekki nákvæmlega orðrétt. Það varð fátt um frek-
ari svör, og ekki minnist ég þess, að við legðum aftur út í
sams konar æfintýri.
Á vorin fór mikill tími í sauðfjárhirðinguna. Búið hélt
ársmann, sem vann að fjárgeymslu allt árið. Um sauðburð-
inn voru ærnar hafðar í Haganum, — en svo var nefnt all-
stórt svæði, fyrir framan Hof. 1—2 skólapiltar gættu þá
ánna með vinnumanni. Var mikil ástundun á það lögð, að
allt færi í lagi, er að sauðhurðinum laut.
Vallarvinnan var að mestu á vegum skólapilta. Voru það
einkum nýsveinarnir, sem að henni unnu og öðrum hinum
algengustu bústörfum. Áburðinum var ekið í kerrum, dreift
úr honum með skóflu og siðan herfaður niður með hlekkja-
herfi. Þóttu þessi vinnubrögð mjög á undan tímanum, þvi
almennt var þá flutt i kláfum á klökkum, barið með klár-
um og ausið úr trogum. Taðkvarnir voru þá tæpast orðnar