Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 171
BÚFRÆÐINGURINN
169
hold, léttara fall og lélegri þrif heldur en lágfætt fé. Og kjöt
af því flokkast ver. „Stóra“ féð er því siður en svo eftir-
sóknarvert, ef stærðin liggur í lappalengd. En á þessu flaska
alltof inargif — og er illt til að vita. — Það breytir engu í
þessu sambandi, þótt hið skozlca fjárkyn — Border-Lei-
cester —, er flutt hefur verið hingað til lands og reynt lílils
háttar, hafi hvort tveggja i senn, háa fætur og djúpan bol —
og flesta hina beztu kosti holdafjár. Slíkt verður naumast
sameinað hjá íslenzku fé að óbreyttri allri aðstöðu til fjár-
ræktar og þeirri þekkingu, er flestir hafa til að bera, þeir er
við fjárrækt fást.
IX.
Nú er mikið ritað og rætt um nauðsyn breyttra búskapar-
hátta og fjölbreyttari framleiðslu. Eigi verður efazt um rétt-
mæti þeirra skoðana, er þar liggja til grundvallar. Þó er víst,
að þorri bænda í þremur landsfjórðungum mun enn um aldir
verða að treysta á sauðféð sem hinn styrkasta burðarás búa
sinna. Ella mun til auðnar draga í æði mörgum byggðarlög-
um. Sauðkindin er bezt til þess fallin að breyta magni
þrungnum gróðri íslenzkra heiða og háfjalla í gull. Því er svo
mikils um það vert, að henni sé sómi sýndur. —
Sauðfjárstofninn íslenzki á nú í vök að verjast. Banvænir
sjúkdómar sækja hann öllum megin frá. Það er eigi kyn,
þótt mörgum fjárbóndanum fallist liugur, þegar hann sér féð
hrynja niður — án þess hann fái nokkra rönd við reist.
En íslenzkir bændur hafa löngum átt við örðugleika að etja.
Þeim hefur sjaldan leikið allt í lyndi. Ýmsir hafa bugast
látið og gefizt upp. Aðrir — og þeir eru langsamlega flestir
— hafa sigrazt á öllum örðugleikum og stælzt við hverja
raun.
Og enn mun svo verða. — Satt er það að vísu, að útlitið
er ekki glæsilegt hvað sauðfjárræktina áhrærir. Þar eru
margar blikur á lofti. Og þó er víst, að mjög hefur brugðið
til hins betra á síðustu árum uin afurðir fjárins. Þær hafa
aukizt og batnað, þrátt fyrir allt. Veldur því hvort tveggja:
glöggari skilningur á gildi góðrar fóðrunar og aukin kynbóta-
starfsemi — sem enn er þó mjög í molum.
Þó er einsætt, að eigi má staðar nema, þar sem komið er.
Enn er fóðrun og hirðingu ábótavant hjá æði mörgum. Enn