Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 114
112
BÚFRÆÐINGURINN
i
irnar samverkandi og að nokkuð hafi verið á reiki fram undir
síðasta áratug, hvaða öflum einkum ætti að tileinka þær.
1. Efnatengsl orsakast vegna eðlislegs (fysisk) aðdráttar ,jarð-
kornanna, án þess nokkur efnasameining fari fram (adsorption).
Þessi yfirborðstcnging uppleystra efna og lofttegunda við jarð-
kornin er þó talin hafa mjög litla þýðingu að því undanskildu, að
rjúkandi amonialc og kolsýra geta bundizt á þenna liátt, og er
það hagnýtt við notkun mómoldar eða annara efna með miklu
innra yfirborði til þess að binda uppgufun ammoníaks úr áburði.
Fínt grugg drcgst og að nokkru úr jarðvatninu á þennan hátt, en
aðallega er hreinsun þess því að þakka, að jarðvegurinn verkar
eins og sigti.
2. Uppleyst cfni bindast svifefnum jarðvegsins vcgna rafmagns-
samdráttar á milli svifefnanna og mótsett hlaðinna einda i jarð-
vatninu, eins og getið er í næstu grein hér á undan. Vegna þess, að
mikill hluti svifefnanna er að eðli til neikvætt rafmagnaður, verða
það aðallega basar, s. s. kali, kalk, ammoniak o. fl., sem bindst á
þennan hátt, en sýrurnar verða þá eftir í jarðvatninu. Jákvætt
hlaðin svifefni geta aftur á móti bundið neikvætt hlaðnar sýru-
eindir og er talið, að nokkuð af fosfórsýru bindist járn- og alúmin-
ríkuin jarðvegi á þann hátt.
3. Þá bindast uppleyst efni jarðvatnsins einnig þannig, að basar
og sýrur ganga í efnasamhand og mynda torleyst sölt. Dæmi um
slíka efnageymslu er þegar kalsium sameinast fosfórsýru eða
brennisteinssj'ru eða fosfórsýra sameinast járni og alúmín, eins og
líklegt má telja að talsvcrt eigi sér stað hér á landi.
Efnasameining samkvæmt 3. lið leiðir til myndunar nýrra
og ákveðinna efnasambanda. Efnatengslin samkvæmt 2.
lið hafa aftur á móti enga fastákveðna samsetningu og gætu
kallast rafbundin sambönd. Sama er að segja um efna-
tengsl samkvæmt 1. lið, að þar hefur engin efnasameining átt
sér stað. Sameiginlega gætu því þessi tvenns konar efnatengsl
nefnzt e f n a g e y m s 1 u s a m b ö n d til aðgreiningar frá hrein-
um (kemisk) efnasamböndum.
h. Eindaskipti. Um þann hluta uppleystra efna, scm rafbindast
svifcfnunum eða öðrum hlutum jarðvegsins gilda merkileg lögmál,
sem hafa mikla þýðingu fyrir cfnageymsluna og dreifingu viðkom-
andi efna um jarðveginn. Flest í'afbundin cfni hafa allmikla mót-
stöðu gegn þvi að skolast aftur út í jarðvatnið, þótt þau þó verði
að komast í eins konar jafnvægi við það með lengri tíma. En
herist nú jarðvatninu uppleyst sölt með áburði eða á annan hátt,
þá hefst bin harðasta keppni milli aðkoininna einda um að ná