Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 155
BÚFRÆÐINGURINN
153
Orgelinu var skipað upp í Kolkuósi. Mönnum þótti það
nokkuð þungt og furðu mikið fyrirferðar í öllum umbúð-
um, enda kostaði það, að mig minnir, 12—13 hundruð krón-
ur. Þótti það, á þeim árum, dálaglegur skildingur. Það
reyndist líka hinn bezti gripur. — En nú var ekki það bezta
eftir, að koma þessu ferlíki heim að Hólum „á auðri jörð“.
Leiðin mun vera 14—15 km, og þá var vegurinn aðeins troðnar
götur og víða slöpp. Allan flutning varð því að hengja á
klakka, ef ekki var gaddur og sleðafæri. Jósef J. Björnsson,
fyrsti búnaðarskólastjórinn á Hólum, bjó þá búi sinu á
Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. Hann mun þá hafa verið for-
maður sóknarnefndarinnar. Allra augu vonuðu þvi til hans,
að liann mundi leysa vandann. Honúm varð heldur engin
skotaskuld úr þvi. Börur voru smiðaðar; mátti koma að þeim
8 burðarmönnuin. — Svo lagði 25 manna flokkur af stað með
börurnar niður á Kolkuós. Var Jósef foringi fararinnar.
Orgelinu var varpað á þær. Liðinu var skipt í þrjá 8 manna
flokka. Var svo haldið heimleiðis, skiptust flokkarnir á unt
burðinn og gekk allt greiðlega. Orgelið var hafl innst í kirkj-
unni að norðanverðu og dálítið hækkað upp með palli, sfem
smíðaður var undir það. Var það svo notað við næslu messu-
gerð.
Um þessar mundir voru hljóðfæri komin í mjög fáar kirkj-
ur. Þótti sumuin það dálítið hjákátlegt uppátæki að láta ekki
mannsraddirnar nægja eins og verið hafði, og sjálfir Hólabisk-
upar hefðu verið harðánægðir með. Nokkrum þótti gaman að
þessu; man ég að öldruð kona mætti mcr að lokinni messu.
„Þakka þér fyrir skcmmtunina, þelta er anzi gaman“, mælti
hún og tók brosandi í hönd mina. Ýmsir höfðu þá ekki heyrt
eða séð önnur hljóðl'æri en harmonikur og skildist mér, að
hún telja þetta nokkuð hliðstætt. Þá voru og nokkrir, sem
þótti þetta skrall alveg ötækt svona í kirkju, það truflaði alla
alvöru og færi hreint og beint með allar guðrækilegar hugsanir,
sem mundu þó ekki aflögufærar hjá æði mörgum. Þeir sögð-
ust ekki geta fengið neitt lag úr ]>essu gargi, og ekki að tala
um, að þeir heyrðu eitt einasta orð af því, sem sungið væri, og
til hvers væri þá að fara lil kirkju. — Langflestir voru þeir
þó, sem töldu hér uin mikla framför að ræða, sem gerði söng-
inn fegurri og áhrifameiri og guðsþjónustuna hátíðlegri. í
fyrstu voru það mest skólapiltar, sem sungu með orgelinu, fór