Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 101
BÚFRÆÐINGURINN
99
4. Laust vatn (hydrostalisk Vand). Eftir afstöðu þess
skiptist það þannig:
a. Y f i r b o r ð s v a t n. I>að er vatn, sem ekki sígur strax
niður í jarðveginn, en rennur lengri eða skemmri leið eftir
yfirborðinu.
b. J a r ð s i g s v a t n kallast það vatn, sem sigur ol'an í jarð-
veginn og er háð þyngd sinni um hreyfingu niður eftir stærri
holum og göngum, sem hárpípuvatnið hefur ekki haft kraft
til að fylla. Eftir þvi, hvernig úrkomumagni og rakastigi jarð-
vegsins er varið, getur nokkur hluti jarðsigsvatnsins, eða það
allt, orðið að hárpípuvatni á leið sinni gegnum jarðveginn
og lúta J)á hreyfingar J)ess lögmáli hárpípuvatnsins úr J)ví.
Þegar úrkoma eða niðursig vatns er umfram þetta, nær jarð-
sigsvatnið sambandi við grunnvatnið og hækkar það, eða J)að
stöðvast við vatnsþétt lög og leitar sér afrásar eftir vatnsleið-
andi farvegum. Samkornun leirs og moldarjarðvegs greiðir
götu jarðsigsvatnsins niður á við og ])að smýgur eftir göngum
ánamaðka, séu ]>eir til staðar. Skrælþurr jörð hrindir af sér
vatni fyrst i stað, og loftið í tómum jarðvegsholum og mosa-
rót hefur nokkra mótstöðu gegn niðursiginu. Mikið af því
regni, sem fellur í smáskúrum á þurra jörð eða mosamikla,
tapast því oft fljó^t aftur i uppgufun.
Regnvatnið flytur með sér súrefni loftins niður i jarðveginn
og er þvi heilnæmt öllum gróðri. Efni, sem það leysir upp á
leið sinni gegnum jarðveginn, geta borizt til dýpri laga. Með
hárpípuvatninu geta svo þessi efni borizt að einhverju leyti
til baka aftur og náð til jurtarótanna. Þannig orsakar sam-
spil þgngdaraflsins og hárpipuaflsins cins konar hringrás
vatnsins og uppleystra cfna i jarðveginum.
c. Grunnvatn. Þegar niðursig vatnsins stöðvast við
vatnsþétt undirlag og það hefur ekki nægilega greiða framrás
til hliðar um vatnsleiðandi lög, þá mettast jarðvegurinn með
öllu eitthvað upp frá undirlaginu. Hæð þessarar algerðu mett-
unar myndar á hverjum tíma eins konar vatnsflöt í jarðveg-
inum, er getur verið hallandi eftir landslagi og í námunda
við greiða afrás, en þó jafnframt nokkuð liækkandi eða lælck-
andi eftir veðráttufari. Sums staðar er vatnsflötur þessi stöð-
ugt um og i námunda við jarðvegsyfirborðið, einkuin þar sem
land er flatt og engin framrás (síblautir flóar). Vatn þetta