Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 164
B Ú F R Æ }) I N G U R I N N
1 ()2
tvennum hætti: Fyrst og fremsl hlaut það að draga úr metn-
aði manna og áhuga á umbólum á fóðrun og kynbótum, að
hlutfallslegur verðmunur var eigi gerr á góðum kindum og
lólegum, — ]). e. féð eigi verðflokkað eftir holdum og væn-
leika. I annan stað fór svo hór eins og jafnan vill verða, þeg-
ar um ósamstæða og sundurleita vöru er að ræða, óflokkaða,
að verðið, sem fyrir vöruna fékkst, var miðaö við lélegasta
hluta hennar. Með þessum hætti var að hálfu leyti fyrir það
girt að hagsmunahvötin, sem á annan meginþátt í öllum
umbótum, fengi notið sín fjárræktinni til framdráttar.
Þingeyingar hafa um langa hríð stundað fjárrækt af nieiri
alúð og kostgæfni en annars staðar er lítt, víðast. Er varla
fjarri að álykta, að þau uppeldislegu áhrif, er hin viturlega
verðflokkun útflutningsfjárins hlaut að hafa, valdi þar
nokkru um.
III.
Jafnframt útflutningi fjár á fæti var nokkuð selt úr landi
af saltkjöti. Var sú sala þó eigi inikil framan af árum, en fór
vaxandi, er á leið. Bretar lögðu hömlur á innflutning sauð-
fjár. Fráfærur lögðust niður æ víðar, eftir því sein ágerðist
atvinnubyltingin í landinu á fyrsta og öðrum áratug þessarar
aldar. Verð á söltuðu dilkakjöti var, eftir atvikum, um vonir
fram. Dilkar voru því ekki látnir lifa — nema rétt til við-
halds stofninum.
Eigi horfði þessi markaðsbreyting sauðfjárræktinni til
hóta — um sinn a. m. k. Olli því fyrst og fremst, að Norður-
landabúar keyptu kjötið, en ekki Bretar — sem eigi kunnu
saltkjötsát. En Bretar, sem sjálfir liafa um langan aldur
staðið flestum þjóðum framar, eða ölluin, í sauðfjárrækt
(ræktun holdafjár), eru manna vandfýsnastir á kjöt og krefj-
ast livors tveggja í senn: að kjötið sé lostætt og kropparnir
fagurskapaðir. Kaupendur saltkjötsins voru eigi eins kröfu-
harðir og Bretar. Einu gilti um útlitið — sköpulagið —; þeg-
ar kjötið var höggvið niður og sallað í tunnur. í kjötið var
ausið óhemju af salti, til að firra það rotnun. En harðsaltað
kjöt verður jafnan brimsalt á bragð — og óætt vandfýsnum
neytendum.
En — kjötið var keypt og etið eigi að síður. Verðið, sein
fyrir það fékkst, var lágt að vísu, enda eigi við öðru að bú-
ast. Það var ekki einasta, að kjötið væri stórskemmt vegna