Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 28
26
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
á ýmsum stöðum hreinar molabergsmyndanir, sem eru, þó í
smáum stil sé, að myndunarhætti sambærilegar við sumar
molabergsmyndanir annara landa. Þær liafa eins og liinar er-
lendu breytt um efnahlutföll og leysanleik frá þvi, sem var
i upprunalegu efni þeirra, og þær eiga þvi sinn þátt í að móta
jarðveginn og hæfni Iians til ræktunar, eftir þvi sem afstaða
þeirra leyfir á einstökum svæðum.
Ank þeirra millilaga, sem nú hafa verið nefnd, er cinnig á basalt-
svæðinu talsvert af millilögum, sem eingöngu virðast vera óbreytt-
ar eldgosamyndanir. Efni þeirra er samankittuð aska, vikur,
gjallinolar og hvassbrúna steinar. Þetta cr bið eiginlega móberg
og likist að miklu samsvarandi myndunum á móbergssvæðunum.
Auk þess eru á stöku stað i basaltmynduninni allumfangsmikil
móbergsfell, sem ekki tilheyra neinu lagi, lieldur standa föstuin
fótum lengra niður i basalthellunni en unnt er að rekja og ná
svo lengra eða skemmra upp gegnum berglögin. Rerg af þessari
gerð er venjulega nær svart í óveðruðu sári og ómengað bas-
altsteinum að undanteknum lítilfjörlegum basaltgöngum. Stærstar
slíkra myndana, sem höfundur þessa kafla hefur athugað, eru
Klakkar i nánd við Mókollsdal, Sólafell í Vatnsnesfjalli, móbergið
um Laxá og upp í Skagastrandarfjöll í Húnavatnssýslu og sunnan-
vert í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu.
2. Molabergstegundir móbergssvæðanna liafa að miklu leyti
myndazt við allt aðra aðstöðu en millilögin á basaltsvæðun-
um. Meðan myndun þeirra stóð yfir, liefur löngum verið hér
jökli hulið, svo að á límabilum hefur liann sett merki sitt
á bergmyndunina. Þar er tæpast um reglulegar millilaga-
myndanir að ræða, nema þá helzt í útjöðrum þeirra og í
sumum hlutfallslega ungum myndunum, þar sem grágrýtis
liraunlögin hafa runnið hvert yfir annað, sennilega að mestu
á íslausum tíma. Af sömu ástæðu verður þar litið vart lang-
varandi veðrunaráhrifa og umbreyitra efna á þann hátt. Þó
hafa fundizt jurtaleifar milli berglaga frá þessum jöldasama
tima í Bakkabrúnum í Víðidal og sædýra- og jurtaleifar á Snæ-
fellsnesi, er hvorttveggja er mjög við hæfi nútímahlýinda.
Það einkennir mjög efni móbergsmyndananna, að þær eru
blandnar svörtum og gulleitum glerkenndum kornum, sem
kallast basaltgler (tachylit) og mógler (palagonit).
Hvorttveggja er af sömu rót runnið og talið að myndast við
bráða storknun einhvers hluta goskvikunnar, ineðan gosöflin
hafa hana að leiksoppi í sjálfum gosstöðvunum. Steinkorn