Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 104
102
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
sakast kal það, sein nefnt hefur verið k 1 a k a k a 1 og sem
einna mest verður vart i nýyrkju meðan jurtirnar hafa ekki
myndað samfellt rótarkerfi. Klakakalið getur orðið með þeim
hætti, að þegar frostþenslan — einkum ef hún er í formi eins
konar holklakamyndunar — lyftir efsta jarðvegsskurninu,
þá dragast rætur jurtanna meira eða minna upp úr þíðu
moldinni og það því frekar, sem þetta kann að endurtakast
fleirum sinnum, áður en jörð fer að verða djúpfrosin. Á
þennan hátt missa plönturnar rótfestu sína, þær „frjósa
upp“, sem kallað hefur verið. Afleiðingin verður alvarlegur
hnekkir og oft visnun og dauði. Klakakalið getur einnig orð-
ið með þeim hætti, að nokkurra cm þykkt lag þiðni ofan af
frosinni jörð og l'rjósi svo á ný. Frostið getur þá valdið svo
mikilli ísþenslu, þegar þíða lagið frýs, að rætur jurtanna
slitni, þar sem þær sitja fastar að neðan í gamla klakanum.
Afleiðingin verður skortur á vatni og næringu, er leiðir til
dauða.
Svipaðar orsakir verða til s v e 11 k a 1 s, sein oft kemur
fyrir þar, sem leysingavatn seitlar um að vorinu meðan
veðráttu er svo háttað, að vatnið svellfrýs öðru hvoru. Svell-
ið slítur þá oft rætur og jarðstöngla, en gráar skellur verða
eftir, sem trauðla ná sér á fyrsta sumri, en stundum sjást
menjar um til margra ára.
Eins og áður er sagt, verður ldakakalsins mest vart á leir-
og mýrkenndum jarðvegi. Rakastig jarðvegsins þegar hann
frýs hefur og mikla þýðingu, og liversu vatnsleiðandi sam-
band er við grunnvatnið eða aðra vatnsmettaða undirstöðu.
Helztu varnir gegn klakakalinu, sem við koma jarðveginum,
eru því góð framræsla og að landið sé hallandi. Völtun að
vorinu getur einnig bjargað þeim plöntum, sem ekki hafa
algerlega misst samband við jarðveginn.
Enn er ógetið þeirra stórfelldu erfiðleika, sem þúfnamynd-
unin veldur hérlendri jarðrækt, en hún stendur á einhvern
hátt í náitu sambandi við klakaþenslu jarðvegsins og þær
vatns- og jarðvegshreyfingar, sem hún veldur. Myndunar-
háttur þúfnanna mun enn ekki vera að fullu rannsakaður né
skýrður, en allt bendir til þess, að hann sé tengdur því raka-
stigi og því ástandi jarðvegsins, sem er hentugast fyrir mikla
vatnshreyfingu í jarðveginum og miklar íslagainyndanir.
Þúfur myndast því ekki þar, sem grunnvatnið nær yfir-