Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 73
BÚFRÆÐINGURINN
71
um nítratmyndun og mcst kveður að smitun frá áburði,1) cr jarð-
vegurinn jafnframt bezt loftræstur, svo afnítrunarhættan ætti að
vera minni. í dýpri loftþéttum lögtun er aftur viða skortur á auð-
Icystum kolvetnissamböndum, sem draga úr liættunni þar. Loks
setur liitastig, að minnsta kosti hér á landi, nokkur takmörk á þeirn
tíma ársins, sem jarðvegurinn er blautastur og þéttastur.
Um skeið var allmikið gert úr tapi þvi, er afnitrun hefði í för
með sér. Nú orðið munu þó allflestir jarðvegsfræðingar gera
frekar lítið úr hættunni i allflestum jarðvegi, en þó eru skoðanir
skiptar. Sennilega cr þetta mál enn ekki fullrannsakað i náttúr-
unni sjálfri, þótt mikið hafi verið að þvi unnið á tilraunastofum.
e. Járn og brennisteinsbakteríur.
Eins og áður er getið, eiga bakteriurnar nokkurn ]»átt í sundurliðusi
hcrgtegunda og svo steincfna í jarðveginum. Þau áhrif þeirra standa ]>ó
aðallega í sambandi við kolsýruna og önnur áhrifaefni, er þær fram-
leiða, og geta þvi ckki talizt til screinkenna vissra tegunda. Til eru þó
tveir flokkar baktcría, sem liafa algera sérstöðu i þessurn efnum.
Járnbakteríurnar er annar þessara flokka. Pær hafast eink-
um við i votlendi og í grunnu vatni og neyta járns i stórum stíl, enda
er það talsvcrður liluti af efnismagni þeirra. Járninu ná þær með þvi
eð sýra j&rnspat, og lægri súrcfnissambönd járns, og breyta þvi í mýra-
málm og önnur lík sambönd. Þannig myndast sumt af rauðaleir í skurð-
um og jafnvel geta ræsi og vatnsleiðslur lokazt af þeirra völdum, ef
vatnið er mjög járnborið. Stundum ctast göt á járnpipur, þar sem járn-
bakteriur liafa sérstaklega tekið sér aðsetur, svo óvarðar vatnsleiðslur
geta bilað eftir fá ár. Járnbakteríurnar eru flestar sjálfala, þ. e. lifa
eingöngu á járni og öðrum ólífrænum efnum. Eru þær að því leyti hlið-
stæðar nitrunarbakterium, að þær sækja hita og kraft til járnsamband-
anna, sem þær sýra. Járnbrá ofan á mýravani er talin myndast við starf
járnbaktería.
Brennisteinsbakteriur er liinn flokkur þcssara bakteria.
Þær gripa inn i efnarás jarðvegsins ineð þvi að taka við brennisteins-
efnum sundurliðaðra N-efnasambanda og breyta þeim i brennisteinssýru,
en úr söllum liennar fullnægja svo plönturnar brennisteinsþörf sinni.
Hins vcgar lítur út fyrir, að bakteríurnar skeri sér breiða þvengi til
endurgjalds, því þótt þær séu með stærstu bakterium (geta orðið allt að
50 u gildar og 100 H að lengd) þá er belgur þeirra jafnan troðfullur
af örsmáum brennisteinsögnum. Auk þessa sækjast sérstakar bakteriur
í alls konar bergbundin brennisteinssambönd, sýra þau og taka þá jafn-
fram frá þeim efni, er það sama aðferðin og hjá nítrunarbakteríum,
1) Mikið af þessum bakterium er í húsdýraáburði, mest i hrossataði,
þá i kúamykju, en minnst í sauðataði. í áhnrði getur því verið nokkur
liætta á afnítrun, en þó minni sakir þess, að i lionum myndast að jafn-
aði litið af nítrötum þar, sem liann cr þéttur og loftlilill.