Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 146
144
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
rækt, garðyrkju, framræslu, vatnsveitingum, búfjárliirðingu,
landmælingu, sláturstörfuin og verkstjórn; einnig fyrir
ástundun og siðferði.
Eins og áður er getið, unnu piltar — einkum efribekking-
ar — að skepnuhirðingu til skiptis að vetrinum. Þrátt fyrir
það áttu þeir að geta fylgzt með í bóknáminu, enda var hagað
svo til, að þeir gátu að mestu notið lcennslustundanna frá
9—2. En vitanlega urðu þeir að leggja nokkru meira á sig en
hinir við undirbúningslestur.
Eftirlit skólastjóra með skepnuhirðingu pilta var mjög ná-
kvæmt. Flesta daga velrarins, þegar kennslustundum og mið-
degisverði var lokið kl. 3, bað hann um snjósokkana sína og
skóna. Það voru gráir, brugðnir togsokkar, hnéháir, og skinn-
skór með hælþvengjum og ristarböndum. Þegar hann þannig
hafði plaggað sig, lagði liann af stað í húsin, fyrst og fremst
þangað, sem skólapiltar voru að verki, og svo einnig til vinnu-
mannanna. Byrjaði liann þá oft með gamanyrðum og kom
mönnum þannig í gott skap. Síðan var litið eftir allri um-
gengni og hirðingu, vandaði hann um eða hrósaði eftir því,
sem lionum þótli við eiga. Urðu piltar oft að reyna sig í þvi
að leysa úr, livers vegna eitt eða annað ætli að vera svona
eða svona, en ekki öðruvísi, hvað leiddi af þessu eða hinu
o. s. frv.
Félagslíf var liið ákjósanlegasta, bæði í skólanum og á
lieimilinu í heild. Góð stjórn kom því til leiðar, að skyldu-
störfin voru oftast tekin ineð dugnaði og festu. Frístundir
voru notaðar með samúð, til að skemmta sér og lyfta upp.
Tóku þá kennarar og annað heimafólk oft þátt í því, eftir því
sem ástæður leyfðu.
Við skólann var engin íþróttakennsla, en oft var glímt,
hlaupið og stokkið liti. Væri skólastjóri nærstaddur, var hann
að sjálfsögðu lirókur fagnaðarins. Á þeim árum var hann vel
glíminn og léttur lil allra hreyfinga. Gætti þá oft nokkurs
kapps og metnaðar, þótt lióflegt mætti heita.
Sundlaug var engin til, en á vorin voru uppistöður fram á
engjunum notaðar til að haða sig í og reyna að fleyta sér.
Koin þá fyrir, að Páll Ólafsson, kennari skólans, leiðbeindi
um sundtökin. Hann var góður sundmaður; hafði t. d. einu
sinni bjargað lífi sínu úr Héraðsvötnum með sundi. Var hann