Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 108
106
BÚFRÆÐINGURINN
þeir falla sein beinast á upphitunarflötinn. Þess vegna berst
þeim jarðvegi meira hitamagn, þegar sólar nýtur, sem hallar
til suðurs en hinum, sem er láréttur, og ennþá minnst, ef hon-
um hallar til norðurs. Við jarðvegs hitamælingar í tilrauna-
stöðinni fL Sámsstöðum hefur jarðvegur með nokkrum lialla
til suðurs reynzt, að 2ja ára meðallali yfir sumarmánuðina
og í 2—20 cm. dýpi, 0.6—0.7° C heitari en sams konar jörð
á jafnsléttu. Samkvæml dönskum rannsóknum reyndist mán-
aðarmeðaltal jarðvegshita í 5 cm dýpi allt að 3° C meira í 18°
halla til suðurs en á jafnsléttu, en allt að 2° minna í sama
halla móti norðri. Að öðru jöfnu er Jwí sú jörð lieitust, sem
bezt liggur við sól.
5. Litur jarðvegsins. Dökkleitur jarðvegur hitnar meira en
Ijósleitur, af því að Ijósleiti jarðvegurinn endurkastar meiru
af geislum. Dökkleit jörð kólnar fljótara en Ijósleit.
6. Jurtagróður tefur fyrir upphitun jarðvegsins, en dregur
jafnframt úr burtgeislun hitans. Þetta gerir hann því meir
sem hann er þéttari. Hitinn er því jafnari í grasgróinni jörð
en gróðurlausri. G,rasgróin jörð frýs því seinna á haustin og
þiðnar seinna á vorin en flög.
Hiti í jarðvegi mun hvergi liafa verið mældur að staðaldri
hér á landi annars staðar en í tilraunastöðinni á Sámsstöðum
og við rafmagnsstöðina í Reykjavík. Á Sámsstöðum hefur
verið mælt á valllendismóum bæði á flötu landi og hallandi
móti sól. Mælingar þar hafa verið gerðar við jarðvegsyfir-
borð, í 2 cm dýpi og 20 cm dýpi, og á sama landi flötu í 1 m
dýpi. Við rafmagnsstöðina hefur verið mælt í 1 og 2 m dýpi.
Meðfylgjandi tafla sýnir nokkurn útdrátt úr niðurstöðum
þessara mælinga. Meðalhitatölurnar við rafmagnsstöðina eru
reiknaðar samkvæmt mánaðarmeðaltölum, birtum í „Veðrátt-
unni“ fyrir árin 1930—1939, en tölurnar frá Sámsstöðum er
útdráttur úr skýrslum, sem Klemenz Kristjánsson liefur góð-
fúslega látið höfundi í té.
Mælingar þessar sýna, að ofan til í jarðveginum liefur með-
aljarðvegshiti dagsins verið ofan við meðallofthita sólar-
hringsins í skugga1) og að litlu munar á hitanum í 2 eða 20
1) Af „Veðráttunni“ verður ekki séð, liver mcðallofthiti i skugga iiefur
verið á Sámsstöðum í júlimánuði 1933 og 1934, en mcðalhiti á Eyrar-
bakka í þcirn mánuði var 12.0° 1933 og 12.5° 1934, sem ætla má að sé
líkt cða aðeins lægra cn á Sámsstöðum.