Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 59
BUFRÆÐINGURINN
57
onnari að byggingu. Þeir geta verið ávalir eða nær hnattlaga a'ð
gerð, aðrir skotið hárfínum marggreinduin þalþráðum (Mycelium)
líkum trefjarót, þangað sem þeir sækja næringu sina. í hina áltina
vaxa örsmáir gróknappar á grönnum stilkum, er sjá um viðhald
acttarinnar. Margir sveppanna eru algengir, svo víða sem rann-
sóknir ná, en sumir eru staðhundnari við sérstök kjör. Meðal
sveppanna, sem að nokkru haldast við i jarðveginum, eru skað-
legar sníkjuplöntur á öðrum gróðri (kartöflumygla, méldögg, ryð-
sveppir o. fl.). Aðrir sveppir lifa í gagnkvæmu samstarfi við jurta-
gróðurinn. Langflestir eru þó bundnir við dauð efni af lífrænum
uppruna sér til viðurværis. Ýmsir þeirra framleiða efla (Enzymer)
og nota áhrif þeirra sér til framdráttar. Þeir fást mjög við tréni,
lignín o. fl. torleyst efni. Þeir geta sundrað samsettum N-efnasam-
böndum, en fullnægja þó einnig N-þörf sinni með þvi að nota
aminósvrur, ammóníak og nítrat. Sveppunum vinnst yfirleitt hægara
i starfi sinu en bakteríum, en ganga aftur á móti svo þrifalega að
mat sinum, að talið er, að þeir noti til eigin þarfa allt að G0% af
því, sem þeir sundurliða. Hins vegar hamast bakteríurnar líkt og
kýr i heysæti og torga minnstum hluta þess, sem þær rífa niður.
Sveppirnir eru yfirleitt Ioftsælnir og halda sig því gjarna ofar-
lega í jarðveginum, en geta þó haldizt við i vatni og loftlítilli jörð,
taka þeir því oft við störfum þar, sem bakterium er ekki lengur
vært. Þeir velja frekar lítið súra jörð, en þola þó miklu betur en
bakteríur þótt jörð súrni til muna.
Samkvæmt nýrri rannsóknum er talið, að sveppirnir hafi sér-
staka þýðingu vegna sambýlis þeirra við rætur ýmissa plantna,
cinkum þeirra, sem hafa samorpin blöð eins og lyngtegundir og
nálatré. Þessa sambýlis hefur einnig orðið vart við birki og fleiri
• lauftré og enn fremur á jurtum, einkum sem lifa i rætinni og nær-
ingarlítilli jörð. Þetta er i því fólgið, að viðkomandi sveppategund
'vefur þali sínu (Mycorrhiza) um rætur plantnanna, eða skýtur þvi
jafnvel inn i þær og er þá talið, að sveppirnir færi plöntunum
köfnunarefni o. fl. úr torleystum samböndum, en l'ái i staðinn
cfni, er plantan getur sér að skaðlausu lálið i té. Auk þessa eru
sveppir af tegundinni Phoma radicis, er hafa sambýli við beiti-
lyng (Calluna vulgaris) og aðrar lyngtegundir, taldir að geta unniS
dálitið af köfnunarefni úr loftinu. En allt er þetta mál hlutfallslega
ný til komið og er í áframhaldandi rannsókn visindamanna.
Flestir munu hafa tekið eftir dökkgrænum og gróðurmeiri rák-
um, er oft kvislast um vallgróna jörð, einkum lágræktuð og harð-
lcnd tún. Samkvæmt erlendum raunsóknum um hliðstæð fyrir-
brigði er svo talið, að þetta orsakist af því, að sveppagróður hafi
af einhverjuin ástæðum — t. d. við aukna loftræslu út frá frost-
sprungum — fengið í bili algera yfirhönd i grasrótinni og brotið