Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 99
BÚFRÆÐINGURINN
97
lueyfingu og rakastigi loftsins, afrennslið eftir halla jarðvegs-
ins, vatnsheldni hans, þétlleik undirlaga og fjarlægð milli af-
rása. Gerð jarðkornanna, stærð þeirra og þéttleiki jarðvegsins,
ræður meslu um hreyfingu vatnsins ofan við grunnvatnsflöt.
Eftir afstöðu sinni í jarðveginum er jarðvatninu skipt í
neðangreinda flokka:
1. Efnislmndiö vatn (kemisk bundet), sem er bundið sam-
eindum ýmsra efnasambanda, einkum járni og leir. Vatn þetta
getur gróðurinn ekki hagnýtt.
2. Loftrakavatn (hygroskopisk Vand). Það liggur sem ör-
þunn himna utanum hvert einstakt korn jarðvegsins og er
sérstaklega nátengt svifefnum hans. Raki þessi gufar ekki upp
úr loftþurrkaðri jörð, heldur þarf til þess yfir 100° C. Eigin-
leika jarðvegsins til þess að binda vatn á þennan hátt mætti
nefna 1 o f t r a k ah e 1 d n i hans (Hygroskopicitet). Hann
hefur verið notaður til mats á samanlagðri yfirborðsstærð
jarðkornanna í ákveðnum þunga jarðvegs, en nánast er þó
mikil loftrakaheldni vottur um mikið af svifefnum i viðlcom-
andi jarðvegi. Gróðurinn getur ekki hagnýtt þetta vatn.
3. Hárpipuvatn (kapillær Vand) kallast það vatn, sem hár-
pípuaflið getur, þrátt fyrir andstöðu þyngdaraflsins, haldið í
smáholum og göngum milli jarðkornanna og hreyft til allra
hliða. Vatn þetta getur stigið upp á við frá rakari jarðlögum
eða sjálfu grunnvatninu og það getur dregið raka áleiðis ofan
í jarðveginn, þótt úrkoman sé ekki meiri en svo, að vatnið
væti aðeins efsta jarðlagið. Það stígur því hærra sem jarð-
kornin eru smærri, en fer þá jafnframt hægara. I möl verður
sama og engin hárpípuhreyfing og lítil i 1—2 mm sandi, en í
moldjörð og leirjörð, eða blendingi þessara jarðefna, getur
vatnið stigið yfir 1 m og í finum leir svo metrum skiptir upp
frá grunnvatnsyfirborði. Hárpípuaflið nýtur sín bezt þar, sem
kornastærðin fer frekar smækkandi i stefnu hreyfingarinnar,
en á erfitt með að yfirvinna vaxandi kornastærð. Lag af gróf-
um sandi eða möl, jafnvel þótt þunnt sé, getur því stöðvað
að mestu, að grunnvatnsraki berist upp til yfirborðsins. Hár-
pípuaflið á hægra með að yfirvinna áhrif þyngdaraflsins niður
við grunnvatnsflöt, eða vatnsleiðandi lag í jarðveginum, en
þegar ofar dregur og orka þess hefur lyft vatninu langa leið.
Það megnar því að fylla þar stærri ganga og stærri holur.
Af þessu leiðir, að jafnvel þótt ekkert niðursig vatns eigi sér
7