Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 80
78
B Ú F R Æ Ð I N G U R 1 N N
13. mijnd. Hvítsmári ræktaður í missúrum jarðvegi pH 4—G.
(A. I. Virtanen.)
hliða, en þó miklu meira i súra átt, og að þær þola því betur
óhentugt sýrufar, sem betur er að þeim búið að öðru leyti.
Ýmsar lilraunir og ræktun á súrri jörð bendir einnig til þess,
að það sé svo margþætt samspil á milli sýrustigsins og gróður-
rnagna jarðvegsins, að kjörstiginu og afviki frá því sé eitthvað
á annan veg háttað í einni jörð en annari, og er þetta atriði
cnn ekki að fullu upplýst. Almennt iná þó orða þetta viðhorf
svo, að eftir }>ví sem jarðvegurinn þokar meira frá kjörstigi
hlutaðeigandi plantna, þá megi búast við að þurfa meiri áburð
eða efnarikari jarðveg og betri aðhlgnningu iil þess, að góð
uppskera fáist, og þegar komið er út gfir viss takmörk, þá
dugir elckert af þessu, til þess að plönturnar nái sinum eðli-
lega þroska.
Erlendis, þar sem viða er mikill munur á sýrufari jarðvegsins, koma
mismunandi kröfur plantnanna um sýrustig jarðvegsins glöggt fram i
]>vi, hvernig það mótar gróðurfarið í óræktuðu landi. Um þctta hafa
ýmsir gert athuganir. Hér skal getið um nokkrar islenzkar plöntuteg-
undir, við hvaða sýrustig þær fundust oftast samkvæmt rannsóknum
Carstens Olsens í Danmörku.
Aðalbláberjalyng (Vaccinium Myrtilis) ........... 3,5—-4,9
Beitilyng (Caliuna vulgaris) .................... 3,5—3,9
HáJingresi (Agrostis tenuis) .................... 4,5—fi,4
Títulingresi (Agrostis canina) .................. 5,0—5,9
Sauðvingull (Festuca ovina) ..................... 4,5—5,9
Túnvingull (Festuca rulira) ..................... 5,5—5,9
Ilmreyr (Antoxanthum odoratum) .................. 5.5—5.9
Vallarsveifgras (Poa pratcnsis) ................. 5,5—6,9
Snarrótarpuntur (Deseliam. cæsp.) ............... 5,5—6,4
Uoðgresi (Holeus Janatus) ....................... 5,5—5,9
Mýrastör (Carex Goodenougliii) ................. 5,5—6,4