Búfræðingurinn - 01.01.1943, Blaðsíða 65
BÚFRÆÐINGURINN
63
Þannig eru það mismunandi stofnar, sem mynda rótar-
lmúða á neðantöldum tegundum belgjurta, svo nokkrar hinna
algengustu sóu nefndar:
1. Ertum (Pisum), flækjum (Vicia), og villiertum (Lat-
hyrus).
2. Smára (Trifolum).
3. Lúpinum (Lupinus) o. fl.
4. Lusernum (Medicago) o. fl.
Alls eru þessir stofnar taldir milli 10 og 20, en innan þeirra
telja svo tilraunamenn afbrigði, er gefa mismunandi góðan
árangur í samstarfi við belgjurtir. Auk belgjurtanna hafa
fundizt N-bindandi bakteriur á elri (Alnus) og nokkrum fleiri
trjá- og runnategundum, sem einnig skiptast í stofna.
Samkvxmt framangreindu, um afstöðu rótarbakterianna og
belgjurtanna, er augljóst, hversu mikilsvert það cr, að geta
lcomið auknum og kgngóðum bakteriugróðri til lciðar jafn-
skjótt og land er telcið til belgjurtaræktar, einkum er þetta
þó óhjákvæmilegt á landi, þar sem viðkomandi belgjurtir hafa
ekki vaxið áður. Síðan um aldamót, að fyrst heppnaðist að
hreinrækta ákveðna stofna, hefur það því farið mjög í vöxt
i flestum jarðræktarlöndum að smita með viðeigandi og völd-
um rótarbakteríustofnum annað hvort fræið sjálft eða þá mold-
ina, áður en sáð er. Hefur þetta greitt mjög fyrir belgjurta-
ræktinni. Hór á landi hefur mest verið fengizt við smitun með
rótarbakteríum í tilraunastöð Ræktunai'félags Norðurlands á
Akureyri, enda náðst þar góður árangur.
Auk þess sem að framan greinir, skal að endingu drepið á
nokkur atriði varðandi eðli og lífskröfur rótarbakterianna:
1) Meðan þær lifa sjálfstæðu lífi í jarðveginum, nota þær
N-efni jarðvegsins og önnur næringarefni og eru því
háðar því, að þau séu ekki af alltof skornum skammti.
Auðleyst fosfórsambönd eru talin þeim mjög nauðsynleg
og samkvæmt nýlegum rannsóknum í Rothamsted er tal-
ið, að það þurfi vott af bórefni í jarðveginum til þess að
fullkoinið samstarf milli baktería og belgjurta geti átt
sér stað.
2) Eins og ráða má af starfsemi rótarbakteríanna, eru þær
eindregið loftsælnar, þurfa því að eiga greiðan aðgang að
rótum plantnanna, en njóta sín illa í þétt klemmdri jörð